Vonbrigðalið ársins í enska boltanum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. desember 2009 20:00 Andriy Voronin. Fréttamenn vefsíðunnar goal.com hafa valið vonbrigðalið ársins í enska boltanum. Liðið er ekki skipað þeim leikmönnum sem eru lélegastir heldur þeim sem hafa valdið mestum vonbrigðum í vetur. Liðsuppstilling goal.com er 3-4-3. Markvörður: Petr Cech, Chelsea Ekki versti markvörður deildarinnar en þessi fyrrum besti markvörður heims hefur verið allt of vafasamur i aðgerðum sínum í vetur. Hefur átt sök á allt of mörgum mörkum. Hægri bakvörður: Julien Faubert, West Ham Andlitið datt af stuðningsmönnum West Ham síðasta sumar er þessi vonbrigðapési fór á lán til Real Madrid. Það kom síður á óvart að hann skyldi ekki slá í gegn hjá félaginu. Þessi fyrrum leikmaður Bordeaux er duglegur að fara fram völlinn og á sína krossa fyrir markið. Hann á síðan í vandræðum með að skeiða til baka og halda í við aðra í varnarlínu West Ham. Miðvörður: Martin Skrtel, LiverpoolSlóvakinn var traustur í vörn Liverpool í fyrra. Hann er aftur á móti meira og minna á bekknum í vetur eftir að hafa spilað illa. Vinstri bakvörður: Joleon Lescott, Man. City Það vissu allir að 24 milljónir punda fyrir þennan mann var allt of mikið. Hann spilaði samt mjög vel fyrir Everton og bara í samanburði við það er frammistaða hans í vetur vonbrigði. Hægri kantur: Nani, Man. UtdNani fékk tækifæri til þess að blómstra eftir að besti vinur hans. Ronaldo, fór til Spánar. Hann hefur engan veginn náð að nýta tækifærið og ítrekað slök frammistaða hans er að gera stuðningsmenn United gráhærða. Ekki er ólíklegt að hann skipti um félag í janúar. Miðjumaður: Aaron Mokoenda, PortsmouthFyrirliði hins "gríðarsterka" Suður-Afríska landsliðs hefur engan veginn fundið sig í liði Hermanns Hreiðarssonar. Hefur verið svo slakur að stuðningsmenn Portsmouth hafa séð ástæðu til þess að baula hann niður. Miðjumaður: Tim Cahill, EvertonÁstralinn hefur ekki verið nema skugginn af sjálfum sér í vetur. Í stað marka úr föstum leikatriðum og harðra tæklinga hafa komið spjöld og grófar tæklingar. Aðeins skorað 3 mörk í vetur og virðist sakna Mikel Arteta. Vinstri kantmaður: Robinho, Man. CityDýrasti leikmaður Englands er hann var keyptur á 32,5 milljónir punda. Hefur engan veginn staðið undir væntingum og aðeins valdið vonbrigðum. Sýnt einstaka tilþrif en lengstum verið týndur og tröllum gefinn. Eins og staðan er í dag er hann ekkert nema sóun á peningum. Framherji: Jason Scotland, Wigan. Var fenginn til félagsins frá Swansea þar sem hann skoraði að vild. Hefur ekki komið boltanum í netið í 17 leikjum með Wigan. Hefur þess utan klúðrað færum á ævintýralegan hátt. Framherji: Jo, Everton. Kostaði Man. City 18 milljónir punda á síðasta ári og var sendur í lán til David Moyes. Hefur klúðrað aragrúa færa í vetur og hefur engan veginn staðið undir væntingum. Framherji: Andriy Voronin, Liverpool Hvít peysa, hvítt hár og tagl. Hljómar eins og fullkomin blanda en hún virkar bara ekki í Liverpool. Var sjóðheitur í Þýskalandi en er kaldari en ísbjörn í Barentshafi í búningi Liverpool. Fer frá Liverpool í janúar ef svo ólíklega vill til að eitthvað lið vilji fá hann. Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Fréttamenn vefsíðunnar goal.com hafa valið vonbrigðalið ársins í enska boltanum. Liðið er ekki skipað þeim leikmönnum sem eru lélegastir heldur þeim sem hafa valdið mestum vonbrigðum í vetur. Liðsuppstilling goal.com er 3-4-3. Markvörður: Petr Cech, Chelsea Ekki versti markvörður deildarinnar en þessi fyrrum besti markvörður heims hefur verið allt of vafasamur i aðgerðum sínum í vetur. Hefur átt sök á allt of mörgum mörkum. Hægri bakvörður: Julien Faubert, West Ham Andlitið datt af stuðningsmönnum West Ham síðasta sumar er þessi vonbrigðapési fór á lán til Real Madrid. Það kom síður á óvart að hann skyldi ekki slá í gegn hjá félaginu. Þessi fyrrum leikmaður Bordeaux er duglegur að fara fram völlinn og á sína krossa fyrir markið. Hann á síðan í vandræðum með að skeiða til baka og halda í við aðra í varnarlínu West Ham. Miðvörður: Martin Skrtel, LiverpoolSlóvakinn var traustur í vörn Liverpool í fyrra. Hann er aftur á móti meira og minna á bekknum í vetur eftir að hafa spilað illa. Vinstri bakvörður: Joleon Lescott, Man. City Það vissu allir að 24 milljónir punda fyrir þennan mann var allt of mikið. Hann spilaði samt mjög vel fyrir Everton og bara í samanburði við það er frammistaða hans í vetur vonbrigði. Hægri kantur: Nani, Man. UtdNani fékk tækifæri til þess að blómstra eftir að besti vinur hans. Ronaldo, fór til Spánar. Hann hefur engan veginn náð að nýta tækifærið og ítrekað slök frammistaða hans er að gera stuðningsmenn United gráhærða. Ekki er ólíklegt að hann skipti um félag í janúar. Miðjumaður: Aaron Mokoenda, PortsmouthFyrirliði hins "gríðarsterka" Suður-Afríska landsliðs hefur engan veginn fundið sig í liði Hermanns Hreiðarssonar. Hefur verið svo slakur að stuðningsmenn Portsmouth hafa séð ástæðu til þess að baula hann niður. Miðjumaður: Tim Cahill, EvertonÁstralinn hefur ekki verið nema skugginn af sjálfum sér í vetur. Í stað marka úr föstum leikatriðum og harðra tæklinga hafa komið spjöld og grófar tæklingar. Aðeins skorað 3 mörk í vetur og virðist sakna Mikel Arteta. Vinstri kantmaður: Robinho, Man. CityDýrasti leikmaður Englands er hann var keyptur á 32,5 milljónir punda. Hefur engan veginn staðið undir væntingum og aðeins valdið vonbrigðum. Sýnt einstaka tilþrif en lengstum verið týndur og tröllum gefinn. Eins og staðan er í dag er hann ekkert nema sóun á peningum. Framherji: Jason Scotland, Wigan. Var fenginn til félagsins frá Swansea þar sem hann skoraði að vild. Hefur ekki komið boltanum í netið í 17 leikjum með Wigan. Hefur þess utan klúðrað færum á ævintýralegan hátt. Framherji: Jo, Everton. Kostaði Man. City 18 milljónir punda á síðasta ári og var sendur í lán til David Moyes. Hefur klúðrað aragrúa færa í vetur og hefur engan veginn staðið undir væntingum. Framherji: Andriy Voronin, Liverpool Hvít peysa, hvítt hár og tagl. Hljómar eins og fullkomin blanda en hún virkar bara ekki í Liverpool. Var sjóðheitur í Þýskalandi en er kaldari en ísbjörn í Barentshafi í búningi Liverpool. Fer frá Liverpool í janúar ef svo ólíklega vill til að eitthvað lið vilji fá hann.
Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira