Körfubolti

Shaq ætlar að koma með kung fú inn í NBA-deildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shaquille O'Neal
Shaquille O'Neal Mynd/AFP

Shaquille O'Neal notar sérstakar aðferðir til að undirbúa sig fyrir tímabilið við hlið LeBron James hjá Cleveland Cavaliers. Hann er nú staddur í Kína á heimaslóðum kung fú íþróttarinnar sem hann hefur tekið ástfóstri við síðustu árin.

„Þegar ég var yngri þá sá ég margar myndir með Shaolin kung fú. Ég hef alltaf langað að vita hvort að þetta var í alvöru eða bara plat," sagði Shaquille O'Neal við klínverska fjölmiðlamenn þar sem hann var staddur í Shaolin-hofinu sem er álitið vera upphafsstaður Kung fú íþróttarinnar.

„Ég ætla að skoða þetta betur þegar ég kemur aftur heim og vonandi get ég notað þessa kunnáttu eitthvað á körfuboltavellinum. Ég sérstaklega áhugasamur um snákastílinn í Kung fú," segir Shaquille O'Neal sem ætlar að snúa aftur í Shaolin-hofið þegar ferlinum líkur.

„Ég ætla að koma aftur hingað og eyða hér einu ári. Það er ekki nóg að koma hingað í eina stutta heimsókn," sagði Shaquille O'Neal sem setur ávallt á svið sýningu hvert sem hann kemur enda einstakur skemmtikraftur þar á ferðinni.





 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×