Viðskipti erlent

Íslensku bankarnir bjarga All Saints frá þroti

Tískuvörukeðjan All Saints hefur verið bjargað frá þroti eftir að íslensku bankarnir Kaupþing og Landsbankinn, aðallánadrottnar All Saints, féllust á fjárhagslega endurskipulagingu keðjunnar.

Samkvæmt frétt um málið í Times er þetta niðurstaða eftir mikil og ströng fundarhöld með forráðamönnum All Saints og íslensku bankanna þar sem ýmis lögfræðileg álitaefni voru til umfjöllunnar. Kevin Stanford mun áfram stjórna All Saints.

Baugur átti áður 35% hlut í All Saints en það liggur ekki ljóst fyrir hve stóran hlut Baugur á í dag í keðjunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×