Lífið

„This is it" að fara yfir 200 milljón dollarana

Svanasöngur Michael Jackson, „This is it" hefur heldur betur slegið í gegn í Bandaríkjunum síðan hún var frumsýnd. Það sem meira er, þá hefur hún halað tvisvar sinnum meira inn fyrir utan Bandaríkin.

Myndin halaði inn 32,5 milljónir dollara á fyrstu fimm dögunum í Bandaríkjunum og Kanada og 68,5 milljónir dollara í 97 öðrum löndum.

Það er svipað og kvikmyndirnar „Angels and Demons" og „Ice Age: Dawn of the Dinosaurs" sem tvöfölduðu sig í öðrum löndum en Bandaríkjunum.

Jackson er greinilega vinsæll í Japan því þar komu flestir á myndina sem halaði inn 10,4 milljón dollurum þar í landi sem er þriðja stærsta opnunin í Japan á árinu.

Bretland er í öðru sæti með 7,4 milljónir og svo koma Þýskaland, Frakkland, Ástralía og Kína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.