Framsókn gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson 25. mars 2009 15:20 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. „Áratugir eru síðan fólk hefur a.m.k. opinberlega verið beitt þvingunum og misrétti vegna stjórnmálaskoðana enda rétturinn varinn bæði í stjórnarskrá og mannréttindasáttmálum," segir í tilkynningunni. „Það skýtur því mjög skökku við að forseti ASÍ, sem er áberandi áhrifamaður í Samfylkingunni skuli neyða starfsmann sambandsins til að segja sig frá starfi, vegna stjórnmálaþátttöku." „Er nú illt í efni fyrir hundruð einstaklinga sem taka þátt í sveitarstjórnarmálum og landsmálum um land allt með skilningi og án afskipta vinnuveitenda sinna, þegar sjálfur forseti Alþýðusambandsins hefur gefið það fordæmi að réttmætt sé að segja fólki upp vegna stjórnmálaþátttöku," segir einnig, en það var Einar Skúlason, framkvæmdastjóri þingflokks framsóknarmanna sem sendi tilkynninguna út fyrir hönd Framsóknarflokksins. „Löng hefð er fyrir því að forystumenn verkalýðssamtaka séu á sama tíma í framboði og/eða áhrifamenn í stjórnmálaflokkum. Nöfn eins og Gylfi Arnbjörnsson, Guðmundur Þ. Jónsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Björn Jónsson, Snorri Jónsson, Ögmundur Jónasson, Halldór Grönvold, Skúli Thoroddsen, Ásmundur Stefánsson, koma upp í hugann og hægt væri að telja tugi annarra…," segir einnig um leið og þess er getið að Vigdís Hauksdóttir hafi talið að hún væri að fara troðna slóð þegar hún gaf kost á sér til þings fyrir Framsóknarflokkinn. „Forseti Alþýðusambandsins ákvað að hún hefði ekki sömu réttindi og aðrir." Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. „Áratugir eru síðan fólk hefur a.m.k. opinberlega verið beitt þvingunum og misrétti vegna stjórnmálaskoðana enda rétturinn varinn bæði í stjórnarskrá og mannréttindasáttmálum," segir í tilkynningunni. „Það skýtur því mjög skökku við að forseti ASÍ, sem er áberandi áhrifamaður í Samfylkingunni skuli neyða starfsmann sambandsins til að segja sig frá starfi, vegna stjórnmálaþátttöku." „Er nú illt í efni fyrir hundruð einstaklinga sem taka þátt í sveitarstjórnarmálum og landsmálum um land allt með skilningi og án afskipta vinnuveitenda sinna, þegar sjálfur forseti Alþýðusambandsins hefur gefið það fordæmi að réttmætt sé að segja fólki upp vegna stjórnmálaþátttöku," segir einnig, en það var Einar Skúlason, framkvæmdastjóri þingflokks framsóknarmanna sem sendi tilkynninguna út fyrir hönd Framsóknarflokksins. „Löng hefð er fyrir því að forystumenn verkalýðssamtaka séu á sama tíma í framboði og/eða áhrifamenn í stjórnmálaflokkum. Nöfn eins og Gylfi Arnbjörnsson, Guðmundur Þ. Jónsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Björn Jónsson, Snorri Jónsson, Ögmundur Jónasson, Halldór Grönvold, Skúli Thoroddsen, Ásmundur Stefánsson, koma upp í hugann og hægt væri að telja tugi annarra…," segir einnig um leið og þess er getið að Vigdís Hauksdóttir hafi talið að hún væri að fara troðna slóð þegar hún gaf kost á sér til þings fyrir Framsóknarflokkinn. „Forseti Alþýðusambandsins ákvað að hún hefði ekki sömu réttindi og aðrir."
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira