Innlent

Vegaframkvæmdir á Akureyri

Akureyri.
Akureyri.

Lögreglan á Akureyri tilkynnir að vegna gerðar undirganga á Hörgárbraut, norðan Skúta, verður Hörgárbraut lokuð milli Hlíðarbrautar og Undirhlíðar frá 7. maí til 4. júní næst komandi. Hjáleið er um Krossanesbraut.

Þá er unnið við framkvæmdir á Hjalteyrargötu við Gránufélagsgötu frá 7. maí og fram yfir næstu helgi og eru ökumenn beðnir um að sýna varúð og tillitssemi. Hjalteyrargata er opin en þrenging er við framkvæmdarstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×