Viðskipti erlent

Versta efnahagslægð í Evrópu frá seinna stríði

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að efnahagssamdráttur í ríkjum ESB í ár verður ríflega tvöfalt meiri en spáð hafi verið fyrir aðeins fjórum mánuðum. Álfan sé að sigla inn í verstu kreppu frá lokum seinna stríðs.

Framkvæmdastjórnin birtir nú nýja efnahagsspá þar sem gert er ráð fyrir að efnahagur Evrópusambandsríkja mun dragast saman um fjögur prósent í ár samkvæmt nýrri spá framkvæmdastjórnar ESB. Það er töluvert meiri samdráttur en í fyrri spá frá í janúar þar sem gert var ráð fyrir að hann yrði tæp tvö prósent. Í spánni segir að um sé að ræða verstu efnahagslægð á álfunni frá seinna stríði. Samdráttur á næsta ári verði núll komma eitt prósent og ekki um hagvöxt að ræða fyrr en 2011.

Framkvæmdastjórnin spáir tíu komma níu prósent atvinnuleysi á næsta ári í öllum ESB ríkjunum tuttugu og sjö, þar af ellefu komma fimm prósent í þeim sextán ríkjum sem noti evruna. Landsframleiðsla á evrusvæðinu á næsta ári dragist saman um fjögur komma tvö prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×