Viðskipti erlent

Irish Life tapaði stórt á Íslandi en þarf ekki ríkisaðstoð

Irish Life & Permanent, stærsti fasteignalánasjóður Írlands tapaði stórum fjárhæðum á hruni íslensku bankanna s.l. haust. Hinsvegar segist Irish Life ekki þurfa á ríkisaðstoða að halda eins og fjöldi annarra fjármálastofnanna og banka á Írlandi.

Samkvæmt frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni þurfti Irish Life að afskrifa 92 milljónir evra vegna kaupa á verðbréfum/skuldabréfum íslensku bankanna eða sem nemur um 14 milljörðum kr.. Nemur þessi upphæð tæplega fjórðungi af heildartapi sjóðsins sem var 433 milljónir evra á síðasta ári.

Annar stór liður í taprekstri Irish Life á síðasta ári var gjaldþrot Lehman Brothers en sjóðurinn tapaði 30 milljónum evra á því.

David McCarthy fjármálastjóri Irish Life segir að þrátt fyrir tapið á síðasta ári þurfi sjóðurinn ekki á ríkisaðstoð að halda þar sem reksturinn gefi af sér verulegt aukafjármagn sem geri sjóðnum kleyft að standa af sér fjármálakreppuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×