Leiðin aðmeðalveginum J'on Sigurður Eyjólfsson skrifar 21. janúar 2009 04:00 Einu sinni á mínum unglingsárum kom það fyrir að ég hafði klárað skyldusparnað minn en þó ekki fengið þá útrás sem eyririnn átti að veita mér. Það var kominn uppreisnarhugur í strákinn og því rifjaðist upp fyrir mér að ég átti sparibók þar sem peningagjafir frá skírn til fermingar voru geymdar. Einu vandræðin voru þau að karl faðir minn hafði umsjá með þessu og þegar ég vildi fá allt útleyst tók hann slíkt ekki í mál. „Þú eyðir þessu bara í vitleysu," var skýringin sem hann gaf. Ég maldaði í móinn og kvað þetta minn pening en þeim gamla var ekki haggað. Með tíð og tíma fyrirgaf ég honum fyrir að hafa spillt fyrir mér fylliríi sem stofna átti til fyrir þennan sparnað. Þetta kenndi mér að of greitt aðgengi að fjármagni er álíka hættulegt og of mikil kvenhylli (og væntanlega á það sama við um konur sem of margir karlmenn falla fyrir). Þegar of margir kvenmannsarmar standa manni opnir þá er voðinn vís því fyrr eða síðar fríka menn út á valkostunum, eins og Megas orðaði það. Ég hef séð að menn í slíkri stöðu kunna ekki miðfæti sínum forráð og eiga því í eilífu basli. Lítið bara á brasið á þessum Hollywood-stjörnum. Sams konar voði er vís þegar seðlar og lánaloforð greiða mönnum götur uns komið er í öngstræti. Lítið bara á… þið vitið hverja. Við skattgreiðendur erum nú einmitt að fara að borga fyrir þessa lexíu. En að vera óvinsæll hjá kvenþjóðinni er líka slæmt. Þá hangir maður einn og eymdarlegur, líkt og Ísland í hinu alþjóðlega fjármálakerfi um þessar mundir, brennimerktur af ólukku. Einhver meðalvegur þarna á milli er greinilega sá vegur sem lífið er að reyna að beina okkur á. Fyrir stuttu fékk ég bréf frá skattinum vegna launagreiðslu sem ég hafði óvart ekki gert grein fyrir með viðeigandi hætti. Nú varð ég að borga skattinn og aukalega fyrir afglöpin. Ég fór strax í að reyna leysa málið enda skömm að því að ganga ekki rétt frá þessu. En eitt augnablik kom gamli uppreisnarseggurinn upp í mér og ég fór að hugsa um að greiða ríkinu ekki krónu. Og ef beðið væri um skýringu myndi ég vitna í karl föður minn: „Þú eyðir þessu bara í vitleysu." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Einu sinni á mínum unglingsárum kom það fyrir að ég hafði klárað skyldusparnað minn en þó ekki fengið þá útrás sem eyririnn átti að veita mér. Það var kominn uppreisnarhugur í strákinn og því rifjaðist upp fyrir mér að ég átti sparibók þar sem peningagjafir frá skírn til fermingar voru geymdar. Einu vandræðin voru þau að karl faðir minn hafði umsjá með þessu og þegar ég vildi fá allt útleyst tók hann slíkt ekki í mál. „Þú eyðir þessu bara í vitleysu," var skýringin sem hann gaf. Ég maldaði í móinn og kvað þetta minn pening en þeim gamla var ekki haggað. Með tíð og tíma fyrirgaf ég honum fyrir að hafa spillt fyrir mér fylliríi sem stofna átti til fyrir þennan sparnað. Þetta kenndi mér að of greitt aðgengi að fjármagni er álíka hættulegt og of mikil kvenhylli (og væntanlega á það sama við um konur sem of margir karlmenn falla fyrir). Þegar of margir kvenmannsarmar standa manni opnir þá er voðinn vís því fyrr eða síðar fríka menn út á valkostunum, eins og Megas orðaði það. Ég hef séð að menn í slíkri stöðu kunna ekki miðfæti sínum forráð og eiga því í eilífu basli. Lítið bara á brasið á þessum Hollywood-stjörnum. Sams konar voði er vís þegar seðlar og lánaloforð greiða mönnum götur uns komið er í öngstræti. Lítið bara á… þið vitið hverja. Við skattgreiðendur erum nú einmitt að fara að borga fyrir þessa lexíu. En að vera óvinsæll hjá kvenþjóðinni er líka slæmt. Þá hangir maður einn og eymdarlegur, líkt og Ísland í hinu alþjóðlega fjármálakerfi um þessar mundir, brennimerktur af ólukku. Einhver meðalvegur þarna á milli er greinilega sá vegur sem lífið er að reyna að beina okkur á. Fyrir stuttu fékk ég bréf frá skattinum vegna launagreiðslu sem ég hafði óvart ekki gert grein fyrir með viðeigandi hætti. Nú varð ég að borga skattinn og aukalega fyrir afglöpin. Ég fór strax í að reyna leysa málið enda skömm að því að ganga ekki rétt frá þessu. En eitt augnablik kom gamli uppreisnarseggurinn upp í mér og ég fór að hugsa um að greiða ríkinu ekki krónu. Og ef beðið væri um skýringu myndi ég vitna í karl föður minn: „Þú eyðir þessu bara í vitleysu."
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun