Lífið

Skil ekki hegðun Friðriks

Vörður Leví
Vörður Leví

„Mér finnst ofboðslega dapurlegt hvernig Friðrik hefur komið fram í þessu máli og ég skil ekki hvað honum gengur til. Friðrik er frábær söngvari en hann passaði einfaldlega ekki inní þetta prógram,“ segir Vörður Leví Traustason, forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins við Hátún. Hann vísar því alfarið á bug að söfnuðurinn prediki fordóma gagnvart samkynhneigðum eins og hafi verið látið í veðri vaka í fjölmiðlum. Hann bendir jafnframt á þá staðreynd að samkynhneigðir hafi komið fram með gospel- kórnum og bendir meðal annars á skrif ungs manns á Facebook sem kallar sig Höddi Svansson, hann sé samkynhneigður meðlimur Fíladelfíu og hafi sungið með kórnum en verði ekki með í ár þar sem hann er í námi erlendis.

„Ég er stoltur af að vera Hvítasunnumaður, ég tilheyri kirkju, sem er sameinuð og kærleiksrík, ég á trúsystkyni, vini og fjölskldu sem elska mig og virða eins og ég er, en ekki eins og þau vilja að ég sé,“ skrifar Höddi. Vörður segir jafnframt að það hafi átt sér stað mikil viðhorfsbreyting gagnvart samkynhneigðum innan safnaðarins undanfarin ár.

„Umræðan hefur hins vegar verið mjög einhliða, okkur hefur verið lagt orð í munn og við dæmd fyrirfram.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.