Hæstaréttardómarar hugsanlega vanhæfir Ingimar Karl Helgason skrifar 15. desember 2009 18:40 Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu alla dómara við Hæstarétt og að minnsta kosti tveir þeirra hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Fjórir af níu dómurum í Hæstarétti gætu orðið vanhæfir til að dæma í málum sem tengjast bankahruninu. Níu dómarar sitja í Hæstarétti. Hann er æðsti dómstóll landsins. Dómararnir sem nú skipa réttinn eiga að minnsta kosti tvennt sameiginlegt. Þeir eru allir lögfræðingar og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu þá alla. Garðar Gíslason var skipaður dómari í desember 1991. Þorsteinn Pálsson var þá nýlega orðinn dómsmálaráðherra. Þorsteinn skipaði svo Gunnlaug Claessen 94 og Markús Sigurbjörnsson sama ár. Svo kom Sólveig Pétursdóttir í ráðuneytið og skipaði Árna Kolbeinsson haustið 2000 og árið eftir, Ingibjörgu Benediktsdóttur. Björn Bjarnason skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson árið 2003. Árið eftir var Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra og skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í Hæstarétt. Geir skipaði svo Hjördísi Björk Hákonardóttur 2006 og loks skipaði Björn Pál Hreinsson í hittiðfyrra. Davíð Oddsson var forsætisráðherra framan af þessum tíma. Að minnsta kosti tveir þessara dómara hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Jón Steinar hefur setið í stjórn Heimdallar og Sambands ungra Sjálfstæðismanna, og Gunnlaugur Claessen, sem samkvæmt Heimdalli sat þar í stjórn árin 1965 til 67, meðal annars ásamt Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Landsbankans. Fjórir dómaranna kynnu að verða vanhæfir til að dæma í málum tengdum bankahruninu, komi þau til kasta réttarins. Páll Hreinsson, stýrir Rannsóknarnefnd Alþingis, en mál þaðan kynnu að verða grundvöllur saksóknar. Þá eru málefni Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara og kynnu að fara fyrir dómstóla. Fari svo má ætla að Árni Kolbeinsson og hugsanlega Jón Steinar gætu orðið vanhæfir vegna persónulegra tengsla við hann. Færi svo að höfðað yrði skaðabótamál á hendur þeim sem teljast hafa unnið ríkinu tjón í aðdragana bankahrunsins, eins og er til skoðunar í fjármálaráðuneyti, er ekki útilokað að Seðlabankastjórar fengju stefnu. Það kynni aftur að gera Ólaf Börk Þorvaldsson vanhæfan, vegna fjölskyldutengsla við Davíð Oddsson. Um vanhæfi dómara gilda lög þar sem meðal annars ef fjallað um skyldleika og aðrar aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni dómara með réttu í efa. Rétt er að halda því til haga að fréttastofu er ekki kunnugt um nein dæmi þess að því hafi verið haldið fram með rökum að dómarar við réttinn hafi dregið taum Sjálfstæðisflokksins í dómum. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Sjá meira
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu alla dómara við Hæstarétt og að minnsta kosti tveir þeirra hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Fjórir af níu dómurum í Hæstarétti gætu orðið vanhæfir til að dæma í málum sem tengjast bankahruninu. Níu dómarar sitja í Hæstarétti. Hann er æðsti dómstóll landsins. Dómararnir sem nú skipa réttinn eiga að minnsta kosti tvennt sameiginlegt. Þeir eru allir lögfræðingar og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu þá alla. Garðar Gíslason var skipaður dómari í desember 1991. Þorsteinn Pálsson var þá nýlega orðinn dómsmálaráðherra. Þorsteinn skipaði svo Gunnlaug Claessen 94 og Markús Sigurbjörnsson sama ár. Svo kom Sólveig Pétursdóttir í ráðuneytið og skipaði Árna Kolbeinsson haustið 2000 og árið eftir, Ingibjörgu Benediktsdóttur. Björn Bjarnason skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson árið 2003. Árið eftir var Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra og skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í Hæstarétt. Geir skipaði svo Hjördísi Björk Hákonardóttur 2006 og loks skipaði Björn Pál Hreinsson í hittiðfyrra. Davíð Oddsson var forsætisráðherra framan af þessum tíma. Að minnsta kosti tveir þessara dómara hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Jón Steinar hefur setið í stjórn Heimdallar og Sambands ungra Sjálfstæðismanna, og Gunnlaugur Claessen, sem samkvæmt Heimdalli sat þar í stjórn árin 1965 til 67, meðal annars ásamt Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Landsbankans. Fjórir dómaranna kynnu að verða vanhæfir til að dæma í málum tengdum bankahruninu, komi þau til kasta réttarins. Páll Hreinsson, stýrir Rannsóknarnefnd Alþingis, en mál þaðan kynnu að verða grundvöllur saksóknar. Þá eru málefni Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara og kynnu að fara fyrir dómstóla. Fari svo má ætla að Árni Kolbeinsson og hugsanlega Jón Steinar gætu orðið vanhæfir vegna persónulegra tengsla við hann. Færi svo að höfðað yrði skaðabótamál á hendur þeim sem teljast hafa unnið ríkinu tjón í aðdragana bankahrunsins, eins og er til skoðunar í fjármálaráðuneyti, er ekki útilokað að Seðlabankastjórar fengju stefnu. Það kynni aftur að gera Ólaf Börk Þorvaldsson vanhæfan, vegna fjölskyldutengsla við Davíð Oddsson. Um vanhæfi dómara gilda lög þar sem meðal annars ef fjallað um skyldleika og aðrar aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni dómara með réttu í efa. Rétt er að halda því til haga að fréttastofu er ekki kunnugt um nein dæmi þess að því hafi verið haldið fram með rökum að dómarar við réttinn hafi dregið taum Sjálfstæðisflokksins í dómum.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Sjá meira