Innlent

Olíuleki í Hafnarfjarðarhöfn

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er við störf í Hafnarfjarðarhöfn þar sem olía lak af pólskum togara sem þar liggur við festar. Búið er að hefta lekann og koma í veg fyrir að olían breiðist út í höfninni en um hundrað fermetra flekkur myndaðist í höfninni.

Slökkviliðsmenn eru nú að hreinsa olíuna úr höfninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×