Fótbolti

Domenech: Þurfum að spila vel og spila til sigurs

Ómar Þorgeirsson skrifar
Raymond Domenech.
Raymond Domenech. Nordic photos/AFP

Óhætt er að segja að starf landsliðsþjálfarans Raymond Domenech hjá Frakklandi velti á úrslitum úr seinni umspilsleik Frakklands og Írlands um laust sæti á HM næsta sumar en leikurinn fer fram í París annað kvöld.

Frakkar standa reyndar mjög vel að vígi eftir að hafa unnið 0-1 sigur í fyrri leiknum í Dyflinni á dögunum en Domenech kveðst vera afar óþreyjufullur fyrir leikinn og getur ekki beðið eftir því að hann verði flautaður á.

„Ég ætla að vona að leikmennirnir séu jafn óþolinmóðir að bíða eftir leiknum og ég og mæti tilbúnir til leiks. Þrátt fyrir að við séum í vænlegri stöðu þá þurfum við að spila vel og spila til sigurs. Annars snýst þetta einfaldlega um að komast á lokakeppnina og það er það sem við ætlum að gera," sagði Domenech á blaðamannafundi í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×