Innlent

Starfsmaður KSÍ fórnarlamb skipulagðrar glæpastarfsemi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Þorsteinsson segir Pálma hafa verið fórnarlamb skipulagðrar glæpastarfsemi. Mynd/ Stefán.
Geir Þorsteinsson segir Pálma hafa verið fórnarlamb skipulagðrar glæpastarfsemi. Mynd/ Stefán.
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, var með Pálma Jónassyni, fjármálastjóra KSÍ, í ferð í Sviss þegar 3,2 milljónir króna voru teknar út af greiðslukorti KSÍ í vörslu Pálma og greitt var fyrir þjónustu á nektardansstað. Hann var hins vegar ekki með Pálma inni á viðkomandi stað. Þetta sagði Geir í Kastljósi RÚV í kvöld.

Geir segir að þeir Pálmi hafi verið saman á fundi Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í umrætt sinn. Hann hafi ekki haft orku í annað en að fara á hótel eftir langan fundardag en Pálmi hafi haldið áfram að skemmta sér og ratað áfram í þessar ógöngur.

Geir segir að allt bendi til þess að Pálmi hafi verið fórnarlamb skipulagðrar glæpastarfsemi en ekki tekið peningana sjálfur út af kortinu. Það mætti sjá á því að undirskrift Pálma hefði ekki verið á greiðslukortanótunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×