Viðskipti erlent

Reyndu að smygla 17.000 milljörðum til Sviss

Tveir Japanir voru nýlega gripnir á járnbrautarstöð á landamærum Ítalíu og Sviss með bandarísk ríkisskuldabréf upp á 134 milljarða dollara falin í töskum sínum. Upphæðin nemur 17.000 milljörðum kr. en mennirnir voru á leið til Sviss með töskurnar.

Samkvæmt frétt á fréttastofnunni Direkt voru mennirnir gripnir í bænum Chiasso sem virðist vera uppáhaldsstaður fyrir þá sem reyna að smygla gjaldeyri og skuldabréfum yfir til Sviss.

Ítölsk lögregluyfirvöld reyna nú að finna út hvort skuldabréf Japananna séu ekta og þá hvort þau séu í eigu þeirra sjálfra. Ef svo er, segir Direkt, þá eru mennirnir tveir fjórðu stærstu handhafar að bandarískum ríkisskuldabréfum í heiminum.

Til samanburðar má nefna að eign breskra stjórnvalda í bandarískum ríkisskuldabréfum nemur 128 milljörðum dollara og Rússar eiga slíkt bréf upp á 138 milljarða dollara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×