Lífið

Jordan seldi hundana hans Pete

Jordan og Peter Andre þegar allt lék í lyndi.
Jordan og Peter Andre þegar allt lék í lyndi.
Líkt og flestir vita fór samband þeirra Peter Andre og módelsins Jordan í hundana fyrir skömmu. Í gær brjálaðist Peter síðan þegar hann komst að því að fyrrum eiginkonan hafði selt hundana hans. Hann óttast nú að fá aldrei aftur að sjá þá Hugo og Pepsi.

Þegar þau skildu fyrir skömmu sagðist Peter vilja fá hundana sina og bílana. Nú hefur Jordan hinsvegar fundið hundunum nýtt heimili.

„Pete trúir því ekki að Jordan hafi selt hundana hans án þess að segja honum frá því. Hann dýrkaði þessa hunda. Hann óttast nú að börnin hans verði leið því þeim þótti einnig vænt um þá. Hann vildi ekki taka hundana frá börnunum, en nú eru þeir farnir fyrir fullt og allt," sagði náinn vinur söngvarans við The Sun í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.