Staðgengill Massa nýtur stuðnings Schumachers 19. ágúst 2009 09:36 Luca Badoer hefur ekið þúsundir km með Ferrari og verður í stað Felipe Massa í Valencia um helgina. Luca Badoer frá Ítalíu ekur í staðinn fyrir Felipe Massa í kappakstrinum í Valencia um helgina. Hann var valinn eftir að ljóst varð að Michael Schumacher getur ekki keppt vegna hálsmeiðsla. "Það bíður mín vandasamt verkefni í Valencia og fyrsta mótshelgin mun kenna mér að skilja hvernig mótshelgi fer fram. Eina markmið mitt er að komast í endamark", sagði Badoer. Schumacher segir að Badoer sé rétti maðurinn til að fylla skarð Massa, sem stefnir á að keppa í lokamótinu í Brasilíu ef hann verður búinn að ná sér eftir óhappið í Ungverjalandi. "Schumacher verður með okkur í Valencia og ég veit hann mun hjálpa mér. Við höfum talað mikið saman síðustu daga. Mér þótti verulega leitt að hann gat ekki keppt, því ég dái afrek hans gegnum tíðina og við erum góðir vinir. Mér líkar líka vel við Kimi Raikkönen og við eigum eftir að vinna vel saman", sagði Badoer. Fjallað verður sérstaklega um Badoer í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld. Sjá brautarlýsingu frá Valencia. Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Luca Badoer frá Ítalíu ekur í staðinn fyrir Felipe Massa í kappakstrinum í Valencia um helgina. Hann var valinn eftir að ljóst varð að Michael Schumacher getur ekki keppt vegna hálsmeiðsla. "Það bíður mín vandasamt verkefni í Valencia og fyrsta mótshelgin mun kenna mér að skilja hvernig mótshelgi fer fram. Eina markmið mitt er að komast í endamark", sagði Badoer. Schumacher segir að Badoer sé rétti maðurinn til að fylla skarð Massa, sem stefnir á að keppa í lokamótinu í Brasilíu ef hann verður búinn að ná sér eftir óhappið í Ungverjalandi. "Schumacher verður með okkur í Valencia og ég veit hann mun hjálpa mér. Við höfum talað mikið saman síðustu daga. Mér þótti verulega leitt að hann gat ekki keppt, því ég dái afrek hans gegnum tíðina og við erum góðir vinir. Mér líkar líka vel við Kimi Raikkönen og við eigum eftir að vinna vel saman", sagði Badoer. Fjallað verður sérstaklega um Badoer í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld. Sjá brautarlýsingu frá Valencia.
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira