Lífið

Spenntur fyrir Glastonbury

Bono og félagar í U2 eru fullir eftirvæntingar yfir því að spila á Glastonbury-hátíðinni.
Bono og félagar í U2 eru fullir eftirvæntingar yfir því að spila á Glastonbury-hátíðinni.
Bono, söngvari U2, segist vera himinlifandi og auðmjúkur yfir því að hljómsveitin verði eitt af þremur aðalnúmerunum á Glastonbury-hátíðinni næsta sumar. Þá verða fjörutíu ár liðin síðan hún var haldin í fyrsta sinn á Englandi. „Allir í hljómsveitinni eru mjög spenntir fyrir þessu,“ sagði Bono. Þetta verður í fyrsta sinn sem U2 spilar á tónlistarhátíð í rúm 25 ár og því um merkisviðburð að ræða. Sveitin mun fljúga sérstaklega til Bretlands úr tónleikaferð sinni um Norður-Ameríku vegna tónleikanna.

Glastonbury-hátíðin verður haldin dagana 25. til 27. júní á sama tíma og heimsmeistarakeppnin í fótbolta fer fram í Suður-Afríku. Engir aðrir stórir flytjendur hafa verið tilkynntir. David Bowie hefur neitað orðrómi um að hann stígi þar á svið. Aftur á móti er talið líklegt að rokkararnir í Muse mæti á svæðið. Einnig hefur orðrómur verið uppi um að The Rolling Stones verði einn af þremur stærstu flytjendunum á hátíðinni en hún hyggur á tónleikaferð um heiminn á næsta ári.

Miðar á Glastonbury seldust upp skömmu eftir að þeir fóru í sölu í síðasta mánuði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.