Sport

Bardaga Klitschko og Chagaev verður líklega frestað

Ómar Þorgeirsson skrifar
Wladimir Klitschko og David Haye.
Wladimir Klitschko og David Haye. Nordic photos/Getty images

Nú er allt útlit fyrir að fyrirhuguðum bardaga Wladimir Klitschko og Ruslan Chagaev sem fara átti fram annað kvöld á Gelsenkirkchen-leikvanginum í Þýskalandi verði frestað vegna veikinda Chagaev.

Chagaev hljóp upphaflega í skarðið fyrir David Haye sem meiddist í baki en Chagaev hefur nú verið greindur með lifrabólgu-b.

„Lifrabóga-b er veira sem smitast auðveldlega á milli manna. Til þess að vernda andstæðing Chagaev, sem og dómara, liðslækna, þjálfara og fólkið á fremsta bekk mælumst við til þess að bardaganum verði frestað. Hnefaleikar eru oft á tíðum blóðug íþrótt og veiran á þannig auðvelda leið að berast milli manna," segir í yfirlýsingu frá AAPRP eða sambandi liðslækna hnefaleikamanna í Bandaríkjunum.

„Ég er bæði hneykslaður og miður mín," segir Wladimir Klitschko þegar hann var spurður út í líklega frestun á bardaganum en Úkraínumaðurinn átti upphaflega á mæta Haye í mars og er því orðinn óþreyjufullur að bíða eftir andstæðingum sínum.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×