KR upp fyrir Val 14. janúar 2009 20:54 Margrét Kara og félagar í KR unnu góðan sigur á Val í kvöld Þrettánda umferðinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta fór fram í kvöld. KR vann öruggan 77-53 sigur á Val og hirti þar með fjórða sætið af Valsliðinu. Sigur KR í kvöld var afar dýrmætur því hann fer langt með að tryggja liðinu fjórða og síðasta sætið í A-riðli þegar deildinni verður skipt upp í A- og B-riðil eftir næstu umferð. Sigur KR í kvöld þýðir að liðið hefur nú betri stöðu í innbyrðisviðureignum við Val. KR á útileik við botnlið Fjölnis eftir í lokaumferðinni, en Valur mætir Keflavík. Valsliðið verður að vinna Keflavík og treysta á að KR tapi fyrir Fjölni til að hirða sætið í A-riðlinum. Fjögur efstu liðin í deildinni fara í A-riðil eftir næstu umferð og leika innbyrðis heima og heiman og sömu sögu er að segja af fjórum neðstu liðunum. Liðin taka stigin sem þau hafa fengið í deildinni til þessa með sér inn í riðlana. Tvö efstu liðin í B-riðli komast inn í sex liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í vor, en þar mæta þau liðunum fjórum í A-riðlinum. Sigrún Ámundadóttir var atkvæðamest í liði KR í kvöld með 18 stig og 9 fráköst, Hildur Sigurðardóttir skoraði 10 stig og hirti 11 fráköst og Margrét Kara Sturludóttir skoraði 10 stig. Hjá Val var Signý Hermannsdóttir með 19 stig, 14 fráköst og 5 varin skot og Þórunn Bjarnadóttir skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Haukaliðið er enn í efsta sæti eftir 83-68 sigur á Grindavík í kvöld. Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka, Slavica Dimovska 20, Ragna Brynjarsdóttir skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst og Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 16 stig, hirti 11 fráköst og stal 6 boltum. Pétrúnella Skúladóttir var atkvæðamest hjá Grindavík með 16 stig og 19 fráköst og Helga Hallgrímsdóttir skoraði 12 stig og hirti 11 fráköst. Keflavík lagði Hamar 95-79 í Keflavík. Birna Valgarðsdóttir skoraði 31 stig og hirti 10 fráköst fyrir Keflavík og Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Julia Demirer var atkvæðamest hjá Hamri með 25 stig og 12 fráköst og LaKiste Barkus var með 22 stig, 8 fráköst og 6 stolna bolta. Loks vann Snæfell stórsigur á Fjölni í uppgjöri botnliðanna þar sem Fjölnisliðið gerði aðeins 12 stig í öllum fyrri hálfleiknum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 18 stig fyrir Snæfell, Kristen Green 16 og Gunnhildur Gunnarsdóttir 14, en Birna Eiríksdóttir skoraði 16 stig fyrir Fjölni. Haukar eru á toppnum með 24 stig, Keflavík hefur 20 stig í öðru sæti og Hamar er í þriðja sæti með 18 stig. KR og Valur hafa 14 stig í fjórða og fimmta sæti. Grindavík hefur 8 stig í sjötta sæti og Snæfell og Fjölnir reka lestina með 4 og 2 stig. Dominos-deild kvenna Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
Þrettánda umferðinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta fór fram í kvöld. KR vann öruggan 77-53 sigur á Val og hirti þar með fjórða sætið af Valsliðinu. Sigur KR í kvöld var afar dýrmætur því hann fer langt með að tryggja liðinu fjórða og síðasta sætið í A-riðli þegar deildinni verður skipt upp í A- og B-riðil eftir næstu umferð. Sigur KR í kvöld þýðir að liðið hefur nú betri stöðu í innbyrðisviðureignum við Val. KR á útileik við botnlið Fjölnis eftir í lokaumferðinni, en Valur mætir Keflavík. Valsliðið verður að vinna Keflavík og treysta á að KR tapi fyrir Fjölni til að hirða sætið í A-riðlinum. Fjögur efstu liðin í deildinni fara í A-riðil eftir næstu umferð og leika innbyrðis heima og heiman og sömu sögu er að segja af fjórum neðstu liðunum. Liðin taka stigin sem þau hafa fengið í deildinni til þessa með sér inn í riðlana. Tvö efstu liðin í B-riðli komast inn í sex liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í vor, en þar mæta þau liðunum fjórum í A-riðlinum. Sigrún Ámundadóttir var atkvæðamest í liði KR í kvöld með 18 stig og 9 fráköst, Hildur Sigurðardóttir skoraði 10 stig og hirti 11 fráköst og Margrét Kara Sturludóttir skoraði 10 stig. Hjá Val var Signý Hermannsdóttir með 19 stig, 14 fráköst og 5 varin skot og Þórunn Bjarnadóttir skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Haukaliðið er enn í efsta sæti eftir 83-68 sigur á Grindavík í kvöld. Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka, Slavica Dimovska 20, Ragna Brynjarsdóttir skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst og Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 16 stig, hirti 11 fráköst og stal 6 boltum. Pétrúnella Skúladóttir var atkvæðamest hjá Grindavík með 16 stig og 19 fráköst og Helga Hallgrímsdóttir skoraði 12 stig og hirti 11 fráköst. Keflavík lagði Hamar 95-79 í Keflavík. Birna Valgarðsdóttir skoraði 31 stig og hirti 10 fráköst fyrir Keflavík og Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Julia Demirer var atkvæðamest hjá Hamri með 25 stig og 12 fráköst og LaKiste Barkus var með 22 stig, 8 fráköst og 6 stolna bolta. Loks vann Snæfell stórsigur á Fjölni í uppgjöri botnliðanna þar sem Fjölnisliðið gerði aðeins 12 stig í öllum fyrri hálfleiknum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 18 stig fyrir Snæfell, Kristen Green 16 og Gunnhildur Gunnarsdóttir 14, en Birna Eiríksdóttir skoraði 16 stig fyrir Fjölni. Haukar eru á toppnum með 24 stig, Keflavík hefur 20 stig í öðru sæti og Hamar er í þriðja sæti með 18 stig. KR og Valur hafa 14 stig í fjórða og fimmta sæti. Grindavík hefur 8 stig í sjötta sæti og Snæfell og Fjölnir reka lestina með 4 og 2 stig.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira