Lífið

Fagnaðarfundir í útgáfuhófi

Haukur Holm smellti rembingskossi á Sigga storm í útgáfuhófinu.fréttablaðið/vilhelm
Haukur Holm smellti rembingskossi á Sigga storm í útgáfuhófinu.fréttablaðið/vilhelm

Útgáfuhóf var haldið í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi til að fagna nýrri bók veðurfræðingsins Sigurðar Þ. Ragnarssonar og eiginkonu hans Hólmfríðar Þórisdóttur.

Á meðal gesta var fyrrverandi samstarfsmaður Sigurðar hjá Stöð 2, fréttamaðurinn Haukur Holm, en báðum var þeim vikið úr starfi á dögunum. Einnig mætti í hófið Sævar Jóhannesson sem var sömuleiðis rekinn úr starfi yfirmanns grafíkdeildar hjá Stöð 2. „Þetta voru miklir fagnaðarfundir,“ segir Siggi. „Þetta var eins og fjölskyldan væri að hittast enda erum við búnir að vinna saman lengi.“

Haukur notaði tækifærið og smellti vænum kossi á Sigga, sem hafði gaman af.

„Það var rembingskoss þegar við hittumst og af stærstu gerð en hann var þurr hins vegar,“ segir Siggi og hlær. Hann segist vera í skýjunum þessa dagana, enda hafa viðtökurnar við bókinni verið mjög góðar. „Ég get ekki annað en brosað framan í veröldina. Þetta er óvenjuleg bók og það þarf svolitla stund til að átta sig á henni. Ég er að reyna að auka læsi fólks á veður og kenna því að gera veðurathuganir án þess að hafa mikið af tækjum og tólum. Þarna er veður- og náttúruannáll og líka veðurdagbók. Þar treysti ég á að eldri kynslóðin kenni þeim sem eru yngri.“

freyr@frettabladid.is

Siggi ásamt eiginkonu sinni Hólmfríði Þórisdóttur sem vann bókina með honum.
Pétur Már Ólafsson og Bjarni Þorsteinsson hjá Veröld sem gefur Íslandsveður út.


Lilja Hrönn og Helga Guðrún, systurdætur Hólmfríðar Þórisdóttur, mættu í hófið.
Bjarnfríður Gunnarsdóttir og Friðrik Jónsson voru á meðal gesta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.