Lífið

Bjóst við meiri sölu

Nýjasta plata U2 hefur aðeins selst í 1,3 milljónum eintaka.
Nýjasta plata U2 hefur aðeins selst í 1,3 milljónum eintaka.

Söngvarinn Bono segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögðin við nýjustu plötu U2, No Line on the Horizon. Platan hefur selst í um 1,3 milljónum eintaka síðan hún kom út í mars, sem er lélegasti árangur U2-plötu í rúman áratug.

Síðasta plata, How to Dismantle an Atomic Bomb, hefur selst í 3,2 milljónum eintaka og All That You Can't Leave Behind í 4,3 milljónum. Bono segir að ekki hafi verið lögð áhersla á að semja grípandi popplög fyrir plötuna. „Okkur fannst plötuformið eiginlega vera að deyja út. Við vildum leggja áherslu á heildina og skapa flott andrúmsloft með byrjun, miðju og endi. Kannski er of erfitt fyrir fólk að melta þetta sem hefur alist upp við eintómar poppstjörnur."

Tónleikar U2 í Kaliforníu á sunnudagskvöld sem voru sendir út beint á Youtube-vefnum heppnuðust mjög vel. Sveitin hefur tilkynnt nýja tónleikaferð um Norður-Ameríku sem hefst í júní þar sem spilað verður í Miami, Toronto, New York og víðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.