Innlent

Stiglitz fundar með ráðherrum

Fundur bandaríska hagfræðingsins Joseph Stiglitz og nokkurra ráðherra ríkisstjórnarinnar hófst á fjórða tímanum. Fyrr í dag hélt Stiglitz fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem fullt var út af dyrum.

Stiglitz er prófessor við Columbia-háskóla í New York og fékk Nóbelsverðlaun árið 2001. Hagfræðingurinn hefur í gegnum árin gagnrýnt Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en Stiglitz sagði Silfri Egils í gær sjóðinn vera að gera hluti hér á landi sem væru að mörgu leyti mun betri en í öðrum löndum sem sjóðurinn hefur aðstoðað.

Á fundinum með Stiglitz í fjármálaráðuneytinu eru auk Steingríms J. Sigfússonar ráðherrarnir Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×