Enski boltinn

Útsala í vændum hjá Liverpool í janúar?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rafa Benitez.
Rafa Benitez. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Daily Mirror mun knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool vera undir ströngum fyrirmælum frá eigendum félagsins að losa sig við svonefnda jaðarmenn í leikmannahópnum berist kauptilboð í þá í félagaskiptaglugganum í janúar.

Fjórmenningarnir Ryan Babel, Andrea Dossena, Andriy Voronin og Philipp Degen hafa allir verið nefndir til sögunnar í þessu samhengi.

Dossena er sterklega orðaður við Napoli og mjög líklegt þykir að hann fari til ítalska félagsins í janúar hvort sem það verði á lánssamningi til að byrja með eða ekki.

Þá hefur Voronin verið orðaður við félög í þýsku úrvalsdeildinni og sama gildir um Degen. Babel hefur aftur á móti verið orðaður við Ajax.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×