Viðskipti innlent

Hæstiréttur staðfestir gjaldþrot Magnúsar Þorsteinssonar

Magnús Þorsteinsson
Magnús Þorsteinsson

Hæstiréttur Íslands staðfesti gjaldþrotabeiðni Straums Burðarás á hendur Magnúsi Þorsteinssyni vegna tæps milljarðs sem hann gekkst í ábyrgð fyrir hjá félaginu BOM ehf.

Magnús tapaði málinu upphaflega í Héraðsdómi norðurlands eystri en þá vildi hann meina að málið hefði átt að höfða í Reykjavík þar sem hann ætti varnarþing þar.

Að lokum var bú hans tekið til skipta en hann gekkst í ábyrgð fyrir tæpri milljarða skuld sem eignarhaldsfélagið BOM hafði stofnað til áður.

Athygli vakti að Magnús breytti um lögheimili rétt áður en mál hans var dómtekið á Akureyri.

Hann er nú búsettur í Rússlandi. Hann sendi frá sér yfirlýsingu fyrir allnokkru þar sem hann neitaði að einhver tengsl væru á milli þess og dómsmálsins.


Tengdar fréttir

Magnús gjaldþrota - flóttatilraunin misheppnaðist

Bú auðmannsins Magnúsar Þorsteinssonar verður tekið til gjaldþrotaskipta en úrskurður þess efnis féll í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrr í dag. Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki krafðist þess að Magnús yrði tekinn til gjaldþrotaskipta en Magnús sagðist geta staðið undir skuldum sínum við bankann. Magnús flutti einnig lögheimili sitt til Rússlands frá Akureyri rétt áður en krafan var tekin fyrir.

Flutti til Rússlands rétt fyrir kyrrsetningu

Auðmaðurinnn Magnús Þorsteinsson færði lögheimili sitt út til Rússlands stuttu áður en gjaldþrotamál Straums Burðarás gegn honum var tekin fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra. Það var lögfræðingur sóknaraðila, Gísli Guðni Hall sem benti á þetta í aðalmeðferð málsins sem fór fram í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×