„Play verður áfram íslenskt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2024 19:33 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Einar Flugfélagið Play mun ráðast í umfangsmiklar breytingar og dregur úr verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma verður aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Vélum og starfsfólki á Íslandi mun fækka, og sótt um flugrekstrarleyfi erlendis. Play greindi frá breytingunum nú síðdegis, eftir lokun markaða. Forstjóri félagsins segir að kjarninn í starfsemi félagsins hafi verið að tengja saman borgir í Norður-Ameríku og Norður-Evrópu, en minni áhersla hafi verið lögð á flug til Suður-Evrópu og Kanaríeyja. Nú verði þessi snúið við. „Þannig að það verði svona lykilþátturinn í starfseminni, að fljúga héðan og til Suður-Evrópu, og auðvitað til baka aftur. En að talsvert minni þáttur starfsemi félagsins verði fólginn í því að fljúga fólki yfir Atlantshafið með viðkomu í Keflavík,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Þurfa annað leyfi til að ráða erlendar áhafnir Þær vélar sem Play hafi nú yfir að ráða séu fullmargar miðað við breyttar áherslur. Þrjár til fjórar vélar verði því nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur. Umsóknarferli um flugrekstrarleyfi á Möltu er hafið vegna breytinganna, sem Einar segir ekki koma að fullu til framkvæmda fyrr en eftir um það bil eitt ár. „Það verður ekki hagkvæmt að reka flugvélar fyrir aðra flugrekendur, nema þá með áhöfnum sem eru staðbundnar, sem eru á þeim stað þaðan sem vélin er gerð út. Við þurfum annað flugrekstrarleyfi til þess.“ Fækkun hjá félaginu sem þó verði áfram íslenskt Þó að flugrekstrarleyfið sé Maltneskt þarf hvorki að vera að umframvélarnar umræddu fljúgi þaðan, né að áhafnirnar verði maltneskar. Þær verða þó ekki íslenskar. Þurfið þið þá að ráðast í uppsagnir á því fólki sem fyrir er hér? „Það er nú nokkur starfsmannavelta í félaginu, og mikið ungt fólk sem vinnur hjá okkur og svona. Þannig að ég á von á því að meiri hluti þeirrar fækkunar sem óhjákvæmilega verður með þessu, eigi sér stað með náttúrulegri starfsmannaveltu,“ segir Einar. Hann vill girða fyrir allan misskilning um að félagið sé alfarið að færa starfsemi sína úr landi. „Play verður áfram íslenskt lágfargjaldafélag, með meiri hlutann af sínum vélum í rekstri frá Keflavík.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Play greindi frá breytingunum nú síðdegis, eftir lokun markaða. Forstjóri félagsins segir að kjarninn í starfsemi félagsins hafi verið að tengja saman borgir í Norður-Ameríku og Norður-Evrópu, en minni áhersla hafi verið lögð á flug til Suður-Evrópu og Kanaríeyja. Nú verði þessi snúið við. „Þannig að það verði svona lykilþátturinn í starfseminni, að fljúga héðan og til Suður-Evrópu, og auðvitað til baka aftur. En að talsvert minni þáttur starfsemi félagsins verði fólginn í því að fljúga fólki yfir Atlantshafið með viðkomu í Keflavík,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Þurfa annað leyfi til að ráða erlendar áhafnir Þær vélar sem Play hafi nú yfir að ráða séu fullmargar miðað við breyttar áherslur. Þrjár til fjórar vélar verði því nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur. Umsóknarferli um flugrekstrarleyfi á Möltu er hafið vegna breytinganna, sem Einar segir ekki koma að fullu til framkvæmda fyrr en eftir um það bil eitt ár. „Það verður ekki hagkvæmt að reka flugvélar fyrir aðra flugrekendur, nema þá með áhöfnum sem eru staðbundnar, sem eru á þeim stað þaðan sem vélin er gerð út. Við þurfum annað flugrekstrarleyfi til þess.“ Fækkun hjá félaginu sem þó verði áfram íslenskt Þó að flugrekstrarleyfið sé Maltneskt þarf hvorki að vera að umframvélarnar umræddu fljúgi þaðan, né að áhafnirnar verði maltneskar. Þær verða þó ekki íslenskar. Þurfið þið þá að ráðast í uppsagnir á því fólki sem fyrir er hér? „Það er nú nokkur starfsmannavelta í félaginu, og mikið ungt fólk sem vinnur hjá okkur og svona. Þannig að ég á von á því að meiri hluti þeirrar fækkunar sem óhjákvæmilega verður með þessu, eigi sér stað með náttúrulegri starfsmannaveltu,“ segir Einar. Hann vill girða fyrir allan misskilning um að félagið sé alfarið að færa starfsemi sína úr landi. „Play verður áfram íslenskt lágfargjaldafélag, með meiri hlutann af sínum vélum í rekstri frá Keflavík.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira