Auðvelt hjá Button Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. maí 2009 13:54 Kunnuleg sjón - Button fremstur og Barrichello annar. Nordic Photos / AFP Jenson Button átti engum vandræðum með að sigra í Mónakó-kappakstrinum í dag en hann kom langfyrstur í mark en næstur var liðsfélagi hans hjá Brawn GP, Rubens Barrichello. Button var fremstur á ráspól og lét forystuna aldrei af hendi. Barrichello var þriðji á ráspól, á eftir Kimi Raikkönen á Ferrari, en Brasilíumaðurinn náði að taka fram úr Raikkönen fljótlega eftir ræsinguna. Raikkönen náði að halda þriðja sætinu og félagi hans hjá Ferrari, Felipe Massa, varð fjórði. Sigurvegari mótsins í fyrra, Lewis Hamilton á McLaren, náði sér engan veginn á strik og varð að sætta sig við tólfta sætið. Keppnin var því langt frá því að vera spennandi hvað toppbaráttuna varðaði en nokkrir aðrir keppendur lentu í hremmingum. Kazuki Nakajima klessti bílinn sinn á lokahringnum og hið sama hafði Heikki Kovaleinen gert á 53. hring. Hann sagði í viðtali við fjölmiðla skömmu síðar að hann gæti engum nema sjálfum sér um kennt. Nelson Piquet yngri á Renault var ýtt á vegg af Sebastien Buemi frá Sviss og gat ekkert við því gert. Robert Kubica og Sebastian Vettel féllu einnig báðir úr leik - Kubica hætti vegna bilunar og Vettel klessti á vegg.Efstu átta í dag: 1. Button, Brawn 2. Barrichello, Brawn 3. Raikkönen, Ferrari 4. Massa, Ferrari 5. Webber, Red Bull 6. Rosberg, Williams 7. Alonso, Renault 8. Bourdais, Toro RossoStigakeppni ökumanna: 1. Button 51 stig 2. Barrichello 35 3. Vettel, Red Bull 23 4. Webber 19,5 5. Trulli, Toyota 14,5 6. Glock, Toyota 12 7. Alonso 11 8.-9. Raikkönen 9 8.-9. Hamilton, McLaren 9 Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button átti engum vandræðum með að sigra í Mónakó-kappakstrinum í dag en hann kom langfyrstur í mark en næstur var liðsfélagi hans hjá Brawn GP, Rubens Barrichello. Button var fremstur á ráspól og lét forystuna aldrei af hendi. Barrichello var þriðji á ráspól, á eftir Kimi Raikkönen á Ferrari, en Brasilíumaðurinn náði að taka fram úr Raikkönen fljótlega eftir ræsinguna. Raikkönen náði að halda þriðja sætinu og félagi hans hjá Ferrari, Felipe Massa, varð fjórði. Sigurvegari mótsins í fyrra, Lewis Hamilton á McLaren, náði sér engan veginn á strik og varð að sætta sig við tólfta sætið. Keppnin var því langt frá því að vera spennandi hvað toppbaráttuna varðaði en nokkrir aðrir keppendur lentu í hremmingum. Kazuki Nakajima klessti bílinn sinn á lokahringnum og hið sama hafði Heikki Kovaleinen gert á 53. hring. Hann sagði í viðtali við fjölmiðla skömmu síðar að hann gæti engum nema sjálfum sér um kennt. Nelson Piquet yngri á Renault var ýtt á vegg af Sebastien Buemi frá Sviss og gat ekkert við því gert. Robert Kubica og Sebastian Vettel féllu einnig báðir úr leik - Kubica hætti vegna bilunar og Vettel klessti á vegg.Efstu átta í dag: 1. Button, Brawn 2. Barrichello, Brawn 3. Raikkönen, Ferrari 4. Massa, Ferrari 5. Webber, Red Bull 6. Rosberg, Williams 7. Alonso, Renault 8. Bourdais, Toro RossoStigakeppni ökumanna: 1. Button 51 stig 2. Barrichello 35 3. Vettel, Red Bull 23 4. Webber 19,5 5. Trulli, Toyota 14,5 6. Glock, Toyota 12 7. Alonso 11 8.-9. Raikkönen 9 8.-9. Hamilton, McLaren 9
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira