Enski boltinn

Nani reynir að gera lítið úr ummælum um Ferguson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Flestir voru á því að Portúgalinn Nani hefði skotið sig hraustlega í fótinn með ummælum sínum um Sir Alex Ferguson fyrr í vikunni. Þá sagði Nani frá reiðiköstum stjórans og gagnrýndi hann fyrir að hamla þróun sinni em knattspyrnumaður.

Menn hafa áður sagt minna um stjórann skapstóra og fengið að kenna á því.

„Ég ræði oft við stjórann um frammistöðu mína. Ég virði ákvarðanir Ferguson en ég vil samt fá að spila meira," sagði Nani sem reynir að klóra í bakkann.

„Það sem gerist í fótbolta á heima í búningsklefanum. Þegar Cristiano fór bjóst ég við því að spila meira. Ég vildi fá stærra hlutverk en þjálfarinn velur liðið. Ég vildi fá tækifæri gegn Chelsea en það kom ekki. Maður verður að taka á mótlætinu og ég á ekki í neinum vandræðum með þjálfarann."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×