Handbolti

Hanna búin að brjóta tvö hundruð marka múrinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hanna Guðrún Stefánsdóttir með deildarmeistarabikarinn.
Hanna Guðrún Stefánsdóttir með deildarmeistarabikarinn. Mynd/Friðrik

Hanna Guðrún Stefánsdóttir, fyrirliði Hauka, tók ekki bara við deildarmeistarabikarnum á laugardaginn því hún skoraði einnig sitt 200. mark í deildinni í vetur.

Hanna Guðrún skoraði níu mörk í 33-30 sigri Hauka á FH á Ásvöllum og hefur þar með skorað 203 mörk í 20 leikjum í vetur eða 10,1 mark að meðaltali í leik. Sjötta mark Hönnu í leiknum var hennar tvö hundrasta í vetur en markið skoraði hún strax í fyrri hálfleik.

Reyndar er Hanna skráð með 10 mörk á tölfræðiskýrslu í leiknum en á opinberri leikskýrslu leiksins fær hún bara 9 mörk skráð á sig.

Hanna hefur skorað 10 mörk eða fleiri í 12 af 20 leikjum sínum en mest hefur hún skorað 17 mörk í einum leik sem var á móti Fylki. Hönnu vantaði eitt mark á móti FH til þess að brjóta tíu marka múrinn í sjötta leiknum í röð.

Hanna hefur skorað flest mörk á móti Fylki í vetur eða 15,7 mörk að meðaltali í þremur leikjum en fæst á móti Fram eða "aðeins" 7,3 mörk að meðaltali í þremur leikjum.

Hanna er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar en hún hefur nýna 50 marka forskot á félaga sinn í Haukaliðinu Ramune Pekarskyte.

Hanna þarf að skora sjö mörk í síðasta leiknum á móti HK um næstu helgi til þess að ná þeim einstaka árangri að skora 10 mörk að meðaltali í deildinni í vetur.

Leikir Hönnu í vetur og fjöldi marka í þeim:

Lau. 20.sep.2008 Haukar - Stjarnan 26-29 - 6 mörk

Lau. 27.sep.2008 Haukar - Grótta 31-28 - 11 mörk

Lau. 4.okt.2008 HK - Haukar 29-35 - 9 mörk

Lau. 11.okt.2008 Haukar - Fylkir 29-24 - 15 mörk

Lau. 25.okt.2008 Valur - Haukar 22-24 - 4 mörk

Lau. 1.nóv.2008 Haukar - Fram 25-22 - 5 mörk

Lau. 8.nóv.2008 FH - Haukar 27-29 - 12 mörk

Lau. 15.nóv.2008 Stjarnan - Haukar 23-27 - 10 mörk

Lau. 6.des.2008 Grótta - Haukar 18-37 - 11 mörk

Þri. 9.des.2008 Haukar - HK 40-35 - 13 mörk

Lau. 13.des.2008 Fylkir - Haukar 30-39 - 15 mörk

Fös. 9.jan.2009 Haukar - Valur 29-26 - 9 mörk

Lau. 17.jan.2009 Fram - Haukar 30-30 - 7 mörk

Lau. 24.jan.2009 Haukar - FH 29-26 - 7 mörk

Fös. 30.jan.2009 Haukar - Grótta 34-25 - 13 mörk

Lau. 7.feb.2009 Stjarnan - Haukar 27-30 - 10 mörk

Fös. 20.feb.2009 Haukar - Fylkir 42-26 - 17 mörk

Lau. 14.mar.2009 Haukar - Valur 30-30 - 10 mörk

Lau. 21.mar.2009 Fram - Haukar 24-30 - 10 mörk

Lau. 28.mar.2009 Haukar - FH 33-30 - 9 mörk








Fleiri fréttir

Sjá meira


×