Leiðin áfram Jón Sigurðsson skrifar 14. júlí 2009 06:00 Nú herðir að á Íslandi. Á næstu misserum má búast við margs konar erfiðleikum og mótlæti. Einu sinni var talað um móðuharðindi af mannavöldum, og þau orð geta átt við nú. Opinber fjármál eru eins og brimskafl. Atvinnuleysi er orðið verulegt og mun aukast. Erfiðleikar margfaldast í atvinnulífinu. Háir vextir, gjaldmiðill, gjaldeyrishöft og tafir við endurmótun bankanna gera illt verra. Margar fjölskyldur standa frammi fyrir vaxandi erfiðleikum, tekjumissi og óvissu um eignir sínar. Við þessar aðstæður virðist langsótt að tala um þjóðarstolt, þjóðarmetnað og þjóðlega samstöðu. Þó er það svo að einmitt við þessar aðstæður þurfum við mest á þessu að halda. Einmitt í þessum svifum getum við líka minnst þess að Íslendingar hafa áður í sögunni horft fram í sorta - en haft sigur. Við verðum að standa á rétti okkar. Þjóðin á réttmætar kröfur á hendur þeim sem sannast á að hafi brotið lög. En skyndiréttvísi og bráðahefndir ber að forðast. Og menn verða að greina á milli sakar og mannlegra mistaka. Þjóðin á líka hendur sínar að verja gegn erlendu ofurefli. Umdeilanlegar ástæður valda því að íslenska þjóðin verður að taka á sig drápsklyfjar skulda. Við getum valið að leggja alla áherslu á sjálfsvorkunn og ásakanir. Þjóðin kemst samt ekki undan miklum greiðslum. Við getum valið þann kost að útiloka okkur frá samstarfi við nágrannaþjóðirnar. Við munum líka komast af á því einstigi. En þá þyngjast byrðarnar að mun. Þegar á allt er litið vilja Íslendingar það ekki. Íslendingar vilja mannast á heimsins hátt og taka þátt í sameiginlegri framtíð. Mörg dæmi eru til um þjóðir sem lent hafa í sambærilegum erfiðleikum og Íslendingar nú. Dæmi eru um þjóðir sem tókust á við erfiðleikana af þjóðarstolti og þjóðlegum metnaði og mættu heiminum sem heiðarlegir borgunarmenn. Þessar þjóðir bera höfuðið hátt. Þær eru fyrirmyndir. Til þess að komast í gegnum erfiðleikana verðum við að standa vel saman. Menn verða að leggja áherslu á að hjálpast að. Nú verður ekki hægt að heimta allt af ríkinu eða krefjast úrlausna þaðan. Þeim mun meiri þörf er á samhjálp og þjóðlegri samstöðu. Ekki verður séð hversu lengi þessir erfiðleikar standa. En engar forsendur eru til að gera ráð fyrir fljótum bata því að flest bendir til langvarandi erfiðleika í hagkerfum nágrannaþjóðanna. Þetta él getur staðið um árabil. Þeim mun fremur þurfa Íslendingar þá að taka þétt saman á verkefnunum. Þjóðrækni, samvinna og kristni hafa ekki verið í tísku um langt skeið. Þau gleymast í græðginni og efnishyggjunni. En í þeim eru ómetanleg verðmæti. Þau eru bjarghringir. Með samhjálp, samstöðu og þjóðarmetnaði má sigrast á mótlæti og erfiðleikum. Einmitt núna er þörf á að brýna þessar hugsjónir fyrir Íslendingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Nú herðir að á Íslandi. Á næstu misserum má búast við margs konar erfiðleikum og mótlæti. Einu sinni var talað um móðuharðindi af mannavöldum, og þau orð geta átt við nú. Opinber fjármál eru eins og brimskafl. Atvinnuleysi er orðið verulegt og mun aukast. Erfiðleikar margfaldast í atvinnulífinu. Háir vextir, gjaldmiðill, gjaldeyrishöft og tafir við endurmótun bankanna gera illt verra. Margar fjölskyldur standa frammi fyrir vaxandi erfiðleikum, tekjumissi og óvissu um eignir sínar. Við þessar aðstæður virðist langsótt að tala um þjóðarstolt, þjóðarmetnað og þjóðlega samstöðu. Þó er það svo að einmitt við þessar aðstæður þurfum við mest á þessu að halda. Einmitt í þessum svifum getum við líka minnst þess að Íslendingar hafa áður í sögunni horft fram í sorta - en haft sigur. Við verðum að standa á rétti okkar. Þjóðin á réttmætar kröfur á hendur þeim sem sannast á að hafi brotið lög. En skyndiréttvísi og bráðahefndir ber að forðast. Og menn verða að greina á milli sakar og mannlegra mistaka. Þjóðin á líka hendur sínar að verja gegn erlendu ofurefli. Umdeilanlegar ástæður valda því að íslenska þjóðin verður að taka á sig drápsklyfjar skulda. Við getum valið að leggja alla áherslu á sjálfsvorkunn og ásakanir. Þjóðin kemst samt ekki undan miklum greiðslum. Við getum valið þann kost að útiloka okkur frá samstarfi við nágrannaþjóðirnar. Við munum líka komast af á því einstigi. En þá þyngjast byrðarnar að mun. Þegar á allt er litið vilja Íslendingar það ekki. Íslendingar vilja mannast á heimsins hátt og taka þátt í sameiginlegri framtíð. Mörg dæmi eru til um þjóðir sem lent hafa í sambærilegum erfiðleikum og Íslendingar nú. Dæmi eru um þjóðir sem tókust á við erfiðleikana af þjóðarstolti og þjóðlegum metnaði og mættu heiminum sem heiðarlegir borgunarmenn. Þessar þjóðir bera höfuðið hátt. Þær eru fyrirmyndir. Til þess að komast í gegnum erfiðleikana verðum við að standa vel saman. Menn verða að leggja áherslu á að hjálpast að. Nú verður ekki hægt að heimta allt af ríkinu eða krefjast úrlausna þaðan. Þeim mun meiri þörf er á samhjálp og þjóðlegri samstöðu. Ekki verður séð hversu lengi þessir erfiðleikar standa. En engar forsendur eru til að gera ráð fyrir fljótum bata því að flest bendir til langvarandi erfiðleika í hagkerfum nágrannaþjóðanna. Þetta él getur staðið um árabil. Þeim mun fremur þurfa Íslendingar þá að taka þétt saman á verkefnunum. Þjóðrækni, samvinna og kristni hafa ekki verið í tísku um langt skeið. Þau gleymast í græðginni og efnishyggjunni. En í þeim eru ómetanleg verðmæti. Þau eru bjarghringir. Með samhjálp, samstöðu og þjóðarmetnaði má sigrast á mótlæti og erfiðleikum. Einmitt núna er þörf á að brýna þessar hugsjónir fyrir Íslendingum.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun