Skartgripaveldi Faberge endurreist á netinu 30. september 2009 10:19 Tatiana Faberge, afkomandi hins fræga rússneska skartgripasmiðs Peter Carl í þrjá ættliði, ætlar að endurvekja hið forna skartgripaveldi að nýju. Sökum kreppunnar verður þó ekki farin hefðbundin leið með því að opna búðir með nafinu Faberge heldur verður notast við netið til að selja skartið. Tatiana ber þegar skart sem tilheyrir hinni nýju línu Faberge skartgripa. Um er að ræða demantprýdda brjóstnælu í líki sæhests sem kostar 300 þúsund evrur eða um 54 milljónir kr. „Mig hefur dreymt um þetta í fleiri áratugi," segir Tatiana en Faberge-netsíðunni hefur nú verið hleypt af stokkunum. Netverslunin verður sú fyrsta sem ber fjölskyldunafnið síðan árið 1917. Peter Carl Faberge varð þekktur sem skartgripasmiður rússnesku keisaraættarinnar á síðustu áratugum nítjándu aldarinnar og fram að lokum fyrri heimstryjaldarinnar. Peter Carl er einkum þekktur fyrir egg sín en þau voru sérpöntuð af Nikulási keisara sem páskagjafir til fjölskyldu sinnar. Árið 1918 var House of Faberge þjóðnýtt og hald lagt á allar eignir fjölskyldunnar í Rússlandi í framhaldi af rússnesku byltingunni. Næst heyrðist af nafninu árið 1937 þegar það var notað á ilmvatn í Bandaríkjunum án leyfis fjölskyldunnar. Árið 1989 keypti Unilever vörumarkið Faberge fyrir 1,5 milljarð dollara. Unilever notaði nafnið til að selja rakspíra og skartgripi. Unilever seldi svo vörumerkið árið 2007 en söluverðið þá var ekki gefið upp. Kaupandinn, og núverandi eigandi Faberge nafnsins, er Pallington Resources sem stundar námuvinnslu og fjárfestingar í Suður-Afríku. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tatiana Faberge, afkomandi hins fræga rússneska skartgripasmiðs Peter Carl í þrjá ættliði, ætlar að endurvekja hið forna skartgripaveldi að nýju. Sökum kreppunnar verður þó ekki farin hefðbundin leið með því að opna búðir með nafinu Faberge heldur verður notast við netið til að selja skartið. Tatiana ber þegar skart sem tilheyrir hinni nýju línu Faberge skartgripa. Um er að ræða demantprýdda brjóstnælu í líki sæhests sem kostar 300 þúsund evrur eða um 54 milljónir kr. „Mig hefur dreymt um þetta í fleiri áratugi," segir Tatiana en Faberge-netsíðunni hefur nú verið hleypt af stokkunum. Netverslunin verður sú fyrsta sem ber fjölskyldunafnið síðan árið 1917. Peter Carl Faberge varð þekktur sem skartgripasmiður rússnesku keisaraættarinnar á síðustu áratugum nítjándu aldarinnar og fram að lokum fyrri heimstryjaldarinnar. Peter Carl er einkum þekktur fyrir egg sín en þau voru sérpöntuð af Nikulási keisara sem páskagjafir til fjölskyldu sinnar. Árið 1918 var House of Faberge þjóðnýtt og hald lagt á allar eignir fjölskyldunnar í Rússlandi í framhaldi af rússnesku byltingunni. Næst heyrðist af nafninu árið 1937 þegar það var notað á ilmvatn í Bandaríkjunum án leyfis fjölskyldunnar. Árið 1989 keypti Unilever vörumarkið Faberge fyrir 1,5 milljarð dollara. Unilever notaði nafnið til að selja rakspíra og skartgripi. Unilever seldi svo vörumerkið árið 2007 en söluverðið þá var ekki gefið upp. Kaupandinn, og núverandi eigandi Faberge nafnsins, er Pallington Resources sem stundar námuvinnslu og fjárfestingar í Suður-Afríku.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira