Seldi fyrstu samuræ-bréfin eftir að Kaupþing eyðilagði markaðinn 8. júlí 2009 08:41 Barclays bankinn hefur gefið út og selt fyrstu samuræ-bréfin í ár en Kaupþing eyðilagði markaðinn með slík bréf í október þegar Kaupþing varð fyrsti evrópski bankinn sem gat ekki borgað af sínum samuræ-bréfum. Samuræ-bréf eru nákvæmlega eins og krónubréf nema þau eru gefin út í japönskum jenum. Í frétt um málið á Bloomberg segir að útgáfa Barclays nemi 52,7 milljörðum jena eða tæplega 72 milljörðum kr. Hluti af bréfunum bera fasta 2,09% vexti og hluti er með fljótandi vexti, það er sex mánaða Libor, með 1,43% álagi. Markaðurinn með samuræ-bréfin varð fyrir miklu áfalli er bandaríski Lehman Brothers varð gjaldþrota í september á síðasta ári en hökti þó áfram. Þegar greiðslufall varð svo á bréfum Kaupþings mánuði síðar hrundi markaðurinn algerlega. Yasuhiro Matsumoto greinandi hjá Shinsei Securities segir í samtali við Bloomberg að fjárfestar séu nú að endurmeta samuræ markaðinn þar sem kjörin eru betri en á nýlegum skuldabréfaútgáfum japanskra fyrirtækja. Hiroshi Harada hjá tryggingarfélaginu Dai-Ichi Mutual í Tókýó segir að kjörin séu viðunandi en umfangið á sölu Barclays hafi verið minna en hann átti von á. Það sýni kannski að fjárfestar eru enn varkárir gangvart svona bréfum sem eru ekki með ríkisábyrgð að baki útgáfunnar. Mest lesið Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Barclays bankinn hefur gefið út og selt fyrstu samuræ-bréfin í ár en Kaupþing eyðilagði markaðinn með slík bréf í október þegar Kaupþing varð fyrsti evrópski bankinn sem gat ekki borgað af sínum samuræ-bréfum. Samuræ-bréf eru nákvæmlega eins og krónubréf nema þau eru gefin út í japönskum jenum. Í frétt um málið á Bloomberg segir að útgáfa Barclays nemi 52,7 milljörðum jena eða tæplega 72 milljörðum kr. Hluti af bréfunum bera fasta 2,09% vexti og hluti er með fljótandi vexti, það er sex mánaða Libor, með 1,43% álagi. Markaðurinn með samuræ-bréfin varð fyrir miklu áfalli er bandaríski Lehman Brothers varð gjaldþrota í september á síðasta ári en hökti þó áfram. Þegar greiðslufall varð svo á bréfum Kaupþings mánuði síðar hrundi markaðurinn algerlega. Yasuhiro Matsumoto greinandi hjá Shinsei Securities segir í samtali við Bloomberg að fjárfestar séu nú að endurmeta samuræ markaðinn þar sem kjörin eru betri en á nýlegum skuldabréfaútgáfum japanskra fyrirtækja. Hiroshi Harada hjá tryggingarfélaginu Dai-Ichi Mutual í Tókýó segir að kjörin séu viðunandi en umfangið á sölu Barclays hafi verið minna en hann átti von á. Það sýni kannski að fjárfestar eru enn varkárir gangvart svona bréfum sem eru ekki með ríkisábyrgð að baki útgáfunnar.
Mest lesið Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira