Seldi fyrstu samuræ-bréfin eftir að Kaupþing eyðilagði markaðinn 8. júlí 2009 08:41 Barclays bankinn hefur gefið út og selt fyrstu samuræ-bréfin í ár en Kaupþing eyðilagði markaðinn með slík bréf í október þegar Kaupþing varð fyrsti evrópski bankinn sem gat ekki borgað af sínum samuræ-bréfum. Samuræ-bréf eru nákvæmlega eins og krónubréf nema þau eru gefin út í japönskum jenum. Í frétt um málið á Bloomberg segir að útgáfa Barclays nemi 52,7 milljörðum jena eða tæplega 72 milljörðum kr. Hluti af bréfunum bera fasta 2,09% vexti og hluti er með fljótandi vexti, það er sex mánaða Libor, með 1,43% álagi. Markaðurinn með samuræ-bréfin varð fyrir miklu áfalli er bandaríski Lehman Brothers varð gjaldþrota í september á síðasta ári en hökti þó áfram. Þegar greiðslufall varð svo á bréfum Kaupþings mánuði síðar hrundi markaðurinn algerlega. Yasuhiro Matsumoto greinandi hjá Shinsei Securities segir í samtali við Bloomberg að fjárfestar séu nú að endurmeta samuræ markaðinn þar sem kjörin eru betri en á nýlegum skuldabréfaútgáfum japanskra fyrirtækja. Hiroshi Harada hjá tryggingarfélaginu Dai-Ichi Mutual í Tókýó segir að kjörin séu viðunandi en umfangið á sölu Barclays hafi verið minna en hann átti von á. Það sýni kannski að fjárfestar eru enn varkárir gangvart svona bréfum sem eru ekki með ríkisábyrgð að baki útgáfunnar. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Barclays bankinn hefur gefið út og selt fyrstu samuræ-bréfin í ár en Kaupþing eyðilagði markaðinn með slík bréf í október þegar Kaupþing varð fyrsti evrópski bankinn sem gat ekki borgað af sínum samuræ-bréfum. Samuræ-bréf eru nákvæmlega eins og krónubréf nema þau eru gefin út í japönskum jenum. Í frétt um málið á Bloomberg segir að útgáfa Barclays nemi 52,7 milljörðum jena eða tæplega 72 milljörðum kr. Hluti af bréfunum bera fasta 2,09% vexti og hluti er með fljótandi vexti, það er sex mánaða Libor, með 1,43% álagi. Markaðurinn með samuræ-bréfin varð fyrir miklu áfalli er bandaríski Lehman Brothers varð gjaldþrota í september á síðasta ári en hökti þó áfram. Þegar greiðslufall varð svo á bréfum Kaupþings mánuði síðar hrundi markaðurinn algerlega. Yasuhiro Matsumoto greinandi hjá Shinsei Securities segir í samtali við Bloomberg að fjárfestar séu nú að endurmeta samuræ markaðinn þar sem kjörin eru betri en á nýlegum skuldabréfaútgáfum japanskra fyrirtækja. Hiroshi Harada hjá tryggingarfélaginu Dai-Ichi Mutual í Tókýó segir að kjörin séu viðunandi en umfangið á sölu Barclays hafi verið minna en hann átti von á. Það sýni kannski að fjárfestar eru enn varkárir gangvart svona bréfum sem eru ekki með ríkisábyrgð að baki útgáfunnar.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira