Iðnaðarframleiðslan langt umfram væntingar í Þýskalandi 8. júlí 2009 12:43 Iðnaðarframleiðsla í Þýskalandi jókst um 3,7% í maí síðastliðnum frá fyrri mánuði og hefur ekki aukist jafn mikið í einum mánuði í 16 ár. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að þetta gefi væntingum byr undir báða vængi þess efnis að þýska hagkerfið væri nú kominn yfir versta hjalla efnahagslægðarinnar og það versta væri afstaðið í þýskum iðnaði. Aukningin var langt umfram væntingar. Spár höfðu gert ráð fyrir að aukningin yrði 0,5% í maí eftir samdrátt iðnaðarframleiðslu í apríl. Tölurnar voru birtar í gær og urðu til þess að evran styrktist lítillega gagnvart dollar. Svo virðist sem hagtölur séu nú byrjaðar að ríma við væntingar sem hafa undanfarið snúist til betri vegar. Þannig hafa væntingar þýskra greinenda og fjárfesta verulega glæðst undanfarna mánuði og hafa nú ekki verið hærri um 3 ára skeið. Á fyrsta ársfjórðungi dróst landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 6,9% samanborið við sama fjórðung fyrir ári síðan og var samdrátturinn einna mestur þar af stóru ríkjum ESB á tímabilinu. Samdráttinn má rekja til fimmtungs samdráttar í útflutningi á tímabilinu en þýska hagkerfið á mikið undir að eftirspurn á heimsvísu taki við sér á nýjan leik og heimsviðskipti fari að glæðast. Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Iðnaðarframleiðsla í Þýskalandi jókst um 3,7% í maí síðastliðnum frá fyrri mánuði og hefur ekki aukist jafn mikið í einum mánuði í 16 ár. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að þetta gefi væntingum byr undir báða vængi þess efnis að þýska hagkerfið væri nú kominn yfir versta hjalla efnahagslægðarinnar og það versta væri afstaðið í þýskum iðnaði. Aukningin var langt umfram væntingar. Spár höfðu gert ráð fyrir að aukningin yrði 0,5% í maí eftir samdrátt iðnaðarframleiðslu í apríl. Tölurnar voru birtar í gær og urðu til þess að evran styrktist lítillega gagnvart dollar. Svo virðist sem hagtölur séu nú byrjaðar að ríma við væntingar sem hafa undanfarið snúist til betri vegar. Þannig hafa væntingar þýskra greinenda og fjárfesta verulega glæðst undanfarna mánuði og hafa nú ekki verið hærri um 3 ára skeið. Á fyrsta ársfjórðungi dróst landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 6,9% samanborið við sama fjórðung fyrir ári síðan og var samdrátturinn einna mestur þar af stóru ríkjum ESB á tímabilinu. Samdráttinn má rekja til fimmtungs samdráttar í útflutningi á tímabilinu en þýska hagkerfið á mikið undir að eftirspurn á heimsvísu taki við sér á nýjan leik og heimsviðskipti fari að glæðast.
Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira