Teathers, verðbréfamiðlun Straums í London er til sölu og er vonast til að nýr eigandi taki við henni fyrir lok þessarar viku.
Sanmkvæmt frétt um málið í Financial Times hefur forstjóri Teathers, Nick Stagg, þegar átt viðræður við áhugasama kaupendur.
Straumur keypti Teathers af Landsbankanum s.l. haust er Landsbankinn komst í þrot. Um 80 manns vinna hjá Teathers.
Eftir að Fjármálaeftirlitið yfirtók Straum í síðustu viku stöðvaði kauphöllin í London öll verðbréfaviðskipti Teathers og er það bann enn í gildi.
Með sölunni vonast Teathers til að missa ekki viðskiptavini sína og fá aftur leyfi til verðbréfamiðlunnar á AIM markaðinum í London.