Innlent

Logos vann víst fyrir Baug

Valur Grettisson skrifar
Lögfræðistofunni Logos var falið að sækja skaðabótamál fyrir Baug árið 2005.
Lögfræðistofunni Logos var falið að sækja skaðabótamál fyrir Baug árið 2005.

Lögfræðistofan Logos fór með skaðabótamál gegn íslenska ríkinu fyrir hönd Baugs Group árið 2005. Það gengur þvert á ummæli Gunnars Sturlusonar, lögfræðings Logos, sem sagði í viðtali við Vísi á föstudaginn að lögmenn stofunnar hefðu ekki starfað fyrir Baug.

Orðrétt var haft eftir Gunnari á vefnum: „Við höfum ekki starfað sem lögmenn fyrir Baug og teljum okkur því fullkomlega hæf til þess að leysa úr þessu verkefni."

Það er ekki rétt að lögmannsstofan hafi aldrei unnið fyrir Baug því árið 2005 fól fyrirtækið Logos það verk að fara í skaðabótamál gegn íslenska ríkinu en þá taldi fyrirtækið sig hafa hlotið skaða af völdum lögreglunnar. Hæstaréttalögmanninum Hákoni Árnasyni og samtarfsmönnum var þá falið málið af hálfu Baugs.

Þetta kom fram í fréttayfirlýsingu sem var gefinn út þann fyrsta júlí árið 2005 og þáverandi stjórnarformaður Baugs skrifaði undir, Hreinn Loftsson.

Gunnar Þór Þórarinsson var nýlega ráðinn til stofunnar en hann starfaði hjá Baugi í London á síðasta ári. Þar áður starfaði hann sem fulltrúi á lögmannsstofu Hreins Loftssonar, stjórnarmanns og hluthafa í Baugi, og eyddi fjórum árum í vinnu við hið svokallaða Baugsmál.

Í viðtalinu á föstudaginn sagði Gunnar að Gunnar nafni sinn væri starfsmaður á skrifstofu LOGOS í London og það hefði því ekkert með hæfi skrifstofunnar að gera. „Hér starfa 55 lögfræðingar. Erlendur er skipaður skiptastjóri og hann starfar á skrifstofu okkar hér á Íslandi. Þó einn lögfræðingur úti í London hafi unnið hjá Baugi veldur það ekki vanhæfi skrifstofunnar til þess að fjalla um þetta mál," sagði Gunnar Sturluson við það tækifæri.

LOGOS lögfræðistofa vann einnig að yfirtöku Baugs Group á Mosaic Fashion Ltd. að andvirði 406 milljóna punda sem voru með stærri kaupum á Íslandi í ágúst 2007. Stefán Hilmar Hilmarsson fjármálastjóri Baugs segir að kaupin hafi farið í gegnum Kaupþing sem hafi m.a séð um afskráningu úr Kauphöll. Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson, sagði í viðtali á föstudaginn, engan vafa mætti ríkja um hvort skiptastjóri hefði unnið fyrir þrotafélag.

Ekki náðist í Gunnar Sturluson vegna málsins en hann er staddur erlendis.






Tengdar fréttir

Lögmenn LOGOS ekki vanhæfir í Baugsmáli

Gunnar Sturluson faglegur framkvæmdarstjóri lögmannsstofunnar LOGOS telur stofuna ekki vanhæfa til þess að fjalla um málefni Baugs Group. Erlendur Gíslason einn af eigendum stofunnar var skipaður skiptastjóri Baugs í morgun. Hann segir 55 lögfræðinga starfa hjá stofunni og þó einn starfsmaður sem starfi hjá LOGOS í London hafi eitt sinn unnið fyrir Baug geri það stofuna ekki vanhæfa.

Lögmaður LOGOS skipaður skiptastjóri Baugs

Erlendur Gíslason lögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar LOGOS var í morgun skipaður skiptastjóri í þrotabúi Baugs Group. Lögfræðistofan annaðist lagalega ráðgjöf og almenna lögmannaþjónustu við Baug áður en félagið fór í þrot.

LOGOS vann að yfirtöku Baugs á Mosaic

LOGOS lögfræðistofa vann að yfirtöku Baugs Group á Mosaic Fashion Ltd. að andvirði 406 milljóna punda sem voru með stærri kaupum á Íslandi í ágúst 2007. Stefán Hilmar Hilmarsson fjármálastjóri Baugs segir að kaupin hafi farið í gegnum Kaupþing sem hafi m.a séð um afskráningu úr Kauphöll. Lögmaður segir engan vafa mega ríkja um hvort skiptastjóri hafi unnið fyrir þrotafélag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×