Starfsmenn Granda vilja fá launauppbót 16. mars 2009 03:15 Trúnaðarmaður starfsmanna segir að fréttir af arðgreiðslum hafi lítið verið ræddar fyrir helgi, en að það verði líklega gert í vikunni, komi ekkert útspil frá yfirmönnum fyrirtækisins. Myndin tengist fréttinni ekki beint.mynd/eiríkur „Að sjálfsögðu mun ég ræða þetta við forráðamenn Granda,“ segir Sigurður Bessason, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar. Hann var spurður um viðbrögð við ákvörðun stjórnar HB-Granda um að greiða eigendum 150 milljónir í arð, en hagnaður af fyrirtækinu nam einum 2,3 milljörðum á síðasta ári. Áður umsömdum launahækkunum verkafólks, upp á 13.500 krónur, var frestað nýlega, í ljósi efnahagsástandsins. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur skorað á HB-Granda að greiða út þessar launahækkanir. Sigurður segir að forráðamenn fyrirtækisins hljóti að útskýra þetta fyrir sínum starfsmönnum. Honum þyki ákvörðunin slæm. „Þetta er hins vegar ákvörðun stjórnarinnar og ég veit ekki hvort við getum hnikað henni,“ segir hann. Anna Norris, trúnaðarmaður starfsmanna, segir sitt fólk ekki ánægt með arðgreiðsluna. Reyndar séu flestir starfsmenn útlendingar og hún sé ekki viss um hversu mikið þeir hafi sett sig inn í málin. „Það hefur lítið verið talað um þetta enn þá, en fólk hefur rætt um að fyrst fyrirtækinu hafi gengið svona vel, þá ætti það að borga fólkinu launauppbót. Þá myndi enginn segja neitt eða skipta sér af þessu,“ segir hún. Starfsmennirnir hafi ekki rætt um að stöðva vinnu eða slíkt, enda ríki yfirleitt mjög góður andi á vinnustaðnum. „Það verður frekar í næstu viku ef ekkert kemur frá þessum forstjórum, þá gæti maður farið að heyra eitthvað,“ segir Anna. Verkalýðsfélögin eigi annars að sjá um þessa hluti. Í stjórn Granda sitja þeir Árni Vilhjálmsson, Kristján Loftsson, Halldór Teitsson, Hjörleifur Jakobsson og Ólafur Ólafsson. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem sagði að arðgreiðslur fyrirtækisins í ár væru afar hóflegar; átta prósent í stað venjubundinna tólf. klemens@frettabladid.is Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
„Að sjálfsögðu mun ég ræða þetta við forráðamenn Granda,“ segir Sigurður Bessason, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar. Hann var spurður um viðbrögð við ákvörðun stjórnar HB-Granda um að greiða eigendum 150 milljónir í arð, en hagnaður af fyrirtækinu nam einum 2,3 milljörðum á síðasta ári. Áður umsömdum launahækkunum verkafólks, upp á 13.500 krónur, var frestað nýlega, í ljósi efnahagsástandsins. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur skorað á HB-Granda að greiða út þessar launahækkanir. Sigurður segir að forráðamenn fyrirtækisins hljóti að útskýra þetta fyrir sínum starfsmönnum. Honum þyki ákvörðunin slæm. „Þetta er hins vegar ákvörðun stjórnarinnar og ég veit ekki hvort við getum hnikað henni,“ segir hann. Anna Norris, trúnaðarmaður starfsmanna, segir sitt fólk ekki ánægt með arðgreiðsluna. Reyndar séu flestir starfsmenn útlendingar og hún sé ekki viss um hversu mikið þeir hafi sett sig inn í málin. „Það hefur lítið verið talað um þetta enn þá, en fólk hefur rætt um að fyrst fyrirtækinu hafi gengið svona vel, þá ætti það að borga fólkinu launauppbót. Þá myndi enginn segja neitt eða skipta sér af þessu,“ segir hún. Starfsmennirnir hafi ekki rætt um að stöðva vinnu eða slíkt, enda ríki yfirleitt mjög góður andi á vinnustaðnum. „Það verður frekar í næstu viku ef ekkert kemur frá þessum forstjórum, þá gæti maður farið að heyra eitthvað,“ segir Anna. Verkalýðsfélögin eigi annars að sjá um þessa hluti. Í stjórn Granda sitja þeir Árni Vilhjálmsson, Kristján Loftsson, Halldór Teitsson, Hjörleifur Jakobsson og Ólafur Ólafsson. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem sagði að arðgreiðslur fyrirtækisins í ár væru afar hóflegar; átta prósent í stað venjubundinna tólf. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira