Starfsmenn Granda vilja fá launauppbót 16. mars 2009 03:15 Trúnaðarmaður starfsmanna segir að fréttir af arðgreiðslum hafi lítið verið ræddar fyrir helgi, en að það verði líklega gert í vikunni, komi ekkert útspil frá yfirmönnum fyrirtækisins. Myndin tengist fréttinni ekki beint.mynd/eiríkur „Að sjálfsögðu mun ég ræða þetta við forráðamenn Granda,“ segir Sigurður Bessason, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar. Hann var spurður um viðbrögð við ákvörðun stjórnar HB-Granda um að greiða eigendum 150 milljónir í arð, en hagnaður af fyrirtækinu nam einum 2,3 milljörðum á síðasta ári. Áður umsömdum launahækkunum verkafólks, upp á 13.500 krónur, var frestað nýlega, í ljósi efnahagsástandsins. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur skorað á HB-Granda að greiða út þessar launahækkanir. Sigurður segir að forráðamenn fyrirtækisins hljóti að útskýra þetta fyrir sínum starfsmönnum. Honum þyki ákvörðunin slæm. „Þetta er hins vegar ákvörðun stjórnarinnar og ég veit ekki hvort við getum hnikað henni,“ segir hann. Anna Norris, trúnaðarmaður starfsmanna, segir sitt fólk ekki ánægt með arðgreiðsluna. Reyndar séu flestir starfsmenn útlendingar og hún sé ekki viss um hversu mikið þeir hafi sett sig inn í málin. „Það hefur lítið verið talað um þetta enn þá, en fólk hefur rætt um að fyrst fyrirtækinu hafi gengið svona vel, þá ætti það að borga fólkinu launauppbót. Þá myndi enginn segja neitt eða skipta sér af þessu,“ segir hún. Starfsmennirnir hafi ekki rætt um að stöðva vinnu eða slíkt, enda ríki yfirleitt mjög góður andi á vinnustaðnum. „Það verður frekar í næstu viku ef ekkert kemur frá þessum forstjórum, þá gæti maður farið að heyra eitthvað,“ segir Anna. Verkalýðsfélögin eigi annars að sjá um þessa hluti. Í stjórn Granda sitja þeir Árni Vilhjálmsson, Kristján Loftsson, Halldór Teitsson, Hjörleifur Jakobsson og Ólafur Ólafsson. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem sagði að arðgreiðslur fyrirtækisins í ár væru afar hóflegar; átta prósent í stað venjubundinna tólf. klemens@frettabladid.is Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
„Að sjálfsögðu mun ég ræða þetta við forráðamenn Granda,“ segir Sigurður Bessason, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar. Hann var spurður um viðbrögð við ákvörðun stjórnar HB-Granda um að greiða eigendum 150 milljónir í arð, en hagnaður af fyrirtækinu nam einum 2,3 milljörðum á síðasta ári. Áður umsömdum launahækkunum verkafólks, upp á 13.500 krónur, var frestað nýlega, í ljósi efnahagsástandsins. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur skorað á HB-Granda að greiða út þessar launahækkanir. Sigurður segir að forráðamenn fyrirtækisins hljóti að útskýra þetta fyrir sínum starfsmönnum. Honum þyki ákvörðunin slæm. „Þetta er hins vegar ákvörðun stjórnarinnar og ég veit ekki hvort við getum hnikað henni,“ segir hann. Anna Norris, trúnaðarmaður starfsmanna, segir sitt fólk ekki ánægt með arðgreiðsluna. Reyndar séu flestir starfsmenn útlendingar og hún sé ekki viss um hversu mikið þeir hafi sett sig inn í málin. „Það hefur lítið verið talað um þetta enn þá, en fólk hefur rætt um að fyrst fyrirtækinu hafi gengið svona vel, þá ætti það að borga fólkinu launauppbót. Þá myndi enginn segja neitt eða skipta sér af þessu,“ segir hún. Starfsmennirnir hafi ekki rætt um að stöðva vinnu eða slíkt, enda ríki yfirleitt mjög góður andi á vinnustaðnum. „Það verður frekar í næstu viku ef ekkert kemur frá þessum forstjórum, þá gæti maður farið að heyra eitthvað,“ segir Anna. Verkalýðsfélögin eigi annars að sjá um þessa hluti. Í stjórn Granda sitja þeir Árni Vilhjálmsson, Kristján Loftsson, Halldór Teitsson, Hjörleifur Jakobsson og Ólafur Ólafsson. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem sagði að arðgreiðslur fyrirtækisins í ár væru afar hóflegar; átta prósent í stað venjubundinna tólf. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent