Heimsmarkaðsverð á olíu hríðfellur á mörkuðum í dag 16. mars 2009 12:20 Verð á hráolíu hríðféll á mörkuðum í kjölfar þess að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, ákváðu að fresta enn ákvörðun um að hægja á framleiðslu sinni. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að sérfræðingar höfðu búist við að OPEC myndi skera niður framleiðsluna um 1,5 milljón tunnur á dag. Til samanburðar má geta þess að Bandaríkin, langstærsti notandi olíu í heiminum nota um það bil 20 milljón tunnur af olíu á dag. Samkvæmt áætlun OPEC sem samþykkt var í desember síðastliðnum ætti OPEC nú að vera að framleiða um 800 þúsund færri tunnur á dag en nú er raunin. OPEC ríkin standa að baki um það bil 40% af allri olíuframleiðslu heimsins og hafa þau minnkað framleiðslu sína um 4,2 milljón tunnur á dag síðan í september til að stemma stigu við verðlækkun á mörkuðum eftir því sem eftirspurn hefur minnkað. Olíuverð er nú komið niður í 43.6 dollara á tunnuna og féll um tæplega 6% í kjölfar ákvörðunar OPEC. Olíuverð hefur nú lækkað um 70% frá því að það náði hámarki í 147 dollurum þann 11.júlí síðastliðinn. Þessa miklu verðlækkun má rekja til fjármálakreppunnar sem hefur gert það að verkum að bæði eftirspurn og framleiðslugeta hefur dregist saman. Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verð á hráolíu hríðféll á mörkuðum í kjölfar þess að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, ákváðu að fresta enn ákvörðun um að hægja á framleiðslu sinni. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að sérfræðingar höfðu búist við að OPEC myndi skera niður framleiðsluna um 1,5 milljón tunnur á dag. Til samanburðar má geta þess að Bandaríkin, langstærsti notandi olíu í heiminum nota um það bil 20 milljón tunnur af olíu á dag. Samkvæmt áætlun OPEC sem samþykkt var í desember síðastliðnum ætti OPEC nú að vera að framleiða um 800 þúsund færri tunnur á dag en nú er raunin. OPEC ríkin standa að baki um það bil 40% af allri olíuframleiðslu heimsins og hafa þau minnkað framleiðslu sína um 4,2 milljón tunnur á dag síðan í september til að stemma stigu við verðlækkun á mörkuðum eftir því sem eftirspurn hefur minnkað. Olíuverð er nú komið niður í 43.6 dollara á tunnuna og féll um tæplega 6% í kjölfar ákvörðunar OPEC. Olíuverð hefur nú lækkað um 70% frá því að það náði hámarki í 147 dollurum þann 11.júlí síðastliðinn. Þessa miklu verðlækkun má rekja til fjármálakreppunnar sem hefur gert það að verkum að bæði eftirspurn og framleiðslugeta hefur dregist saman.
Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira