Heimspeki á laugardagskvöldi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. júní 2009 06:00 Ætlarðu að drulla þér frá eða á ég að þurfa að ýta þér?" spurði maður sem langaði að komast að barboðinu þar sem ég sat nokkra stund á laugardagsnótt. Ég leit á manninn og átti satt best að segja von á því að sjá ógæfulegan og sauðdrukkinn mann fyrir aftan mig en svo var ekki. Hann var samkvæmt mínum fordómum afar ólíklegur til að gera sig sekan um slíkan dónaskap. Heimspekingurinn kemur upp í mér þegar ég er með bjór í hendi og verð vitni að svona vitleysu. Ég get nefnilega skilið það að fólk reiðist, að það móðgist og sýni af sér breyskleika í öllum regnbogans litum en framkoma sem eingöngu er til þess fallin að afhjúpa innri óreiðu er flóknari en svo að ég fái úr ráðið. Eftir miklar pælingar komst ég að þeirri niðurstöðu að almennt væri fólk ekki sérlega illt en sumt nokkuð ístöðulaust og láti sig því gossa með straumnum sem aðstæður bjóða upp á hverju sinni. Til dæmis var þessi framkoma ekki svo galin miðað við þessar aðstæður en hann fengi eflaust ófáar ákúrur fyrir hana úti í bakaríi, á skrifstofunni eða heima hjá sér. Þetta ruglar fólk í ríminu, hugsaði ég með mér, og það gleymir því að það er sama fúlmennið þó það sýni af sér ólíðandi hegðun við aðstæður þar sem slíkt er látið líðast. Ég fékk mér annan bjór enda var ég búinn, að mér fannst, að finna skýringuna á bankahruninu. Menn hegðuðu sér með ólíðandi hætti en góðærið var hins vegar eins og (ó)menningin á barnum atarna á laugardagskvöldi; allt var látið líðast. Agamemnon brenndi sig líka á þessu en í Trójustríðinu gerði hann varla annað en að eiga við konur sem Akkiles hafði hneppt í kvennafangelsi fyrir hann. Hann sá ekkert að þessu enda var þetta látið líðast á stríðstímum í þá daga. Akkiles var líka alltaf að hæla honum fyrir þetta en það fór síðan svo að eiginkonan drap stríðshrjáðan Agamemnon þegar hann fór heim í bað að stríði loknu. Það var þarna sem ég fór að sjá mömmu fyrir mér, sem er undarlegt því það gerist venjulega ekki fyrr en á þriðja bjór. Hún benti á bringuna á mér svo ég hneppti upp um tvö göt en þá sagði hún: „Hvort sem þú ert í stríði, góðæri eða úti á laugardagsnótt þá er dómarinn ávallt hinn sami." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Ætlarðu að drulla þér frá eða á ég að þurfa að ýta þér?" spurði maður sem langaði að komast að barboðinu þar sem ég sat nokkra stund á laugardagsnótt. Ég leit á manninn og átti satt best að segja von á því að sjá ógæfulegan og sauðdrukkinn mann fyrir aftan mig en svo var ekki. Hann var samkvæmt mínum fordómum afar ólíklegur til að gera sig sekan um slíkan dónaskap. Heimspekingurinn kemur upp í mér þegar ég er með bjór í hendi og verð vitni að svona vitleysu. Ég get nefnilega skilið það að fólk reiðist, að það móðgist og sýni af sér breyskleika í öllum regnbogans litum en framkoma sem eingöngu er til þess fallin að afhjúpa innri óreiðu er flóknari en svo að ég fái úr ráðið. Eftir miklar pælingar komst ég að þeirri niðurstöðu að almennt væri fólk ekki sérlega illt en sumt nokkuð ístöðulaust og láti sig því gossa með straumnum sem aðstæður bjóða upp á hverju sinni. Til dæmis var þessi framkoma ekki svo galin miðað við þessar aðstæður en hann fengi eflaust ófáar ákúrur fyrir hana úti í bakaríi, á skrifstofunni eða heima hjá sér. Þetta ruglar fólk í ríminu, hugsaði ég með mér, og það gleymir því að það er sama fúlmennið þó það sýni af sér ólíðandi hegðun við aðstæður þar sem slíkt er látið líðast. Ég fékk mér annan bjór enda var ég búinn, að mér fannst, að finna skýringuna á bankahruninu. Menn hegðuðu sér með ólíðandi hætti en góðærið var hins vegar eins og (ó)menningin á barnum atarna á laugardagskvöldi; allt var látið líðast. Agamemnon brenndi sig líka á þessu en í Trójustríðinu gerði hann varla annað en að eiga við konur sem Akkiles hafði hneppt í kvennafangelsi fyrir hann. Hann sá ekkert að þessu enda var þetta látið líðast á stríðstímum í þá daga. Akkiles var líka alltaf að hæla honum fyrir þetta en það fór síðan svo að eiginkonan drap stríðshrjáðan Agamemnon þegar hann fór heim í bað að stríði loknu. Það var þarna sem ég fór að sjá mömmu fyrir mér, sem er undarlegt því það gerist venjulega ekki fyrr en á þriðja bjór. Hún benti á bringuna á mér svo ég hneppti upp um tvö göt en þá sagði hún: „Hvort sem þú ert í stríði, góðæri eða úti á laugardagsnótt þá er dómarinn ávallt hinn sami."