Button nældi í undirfatadrottningu 25. maí 2009 11:06 Ástfanginn sigurvegarinn Button með kærustunni Michibata. Mynd: Getty Images Það fór ekki framhjá neinum á Formúlu 1 mótinu í Mónakó um helgina að forysturmaður stigamótsins er ástfanginn. Jenson Button var með japanska stúlku upp á arminn, en Jessica Michibata er þekkt fyrirsæta í Japan. Hún hefur sérhæft sig í undirfatasýningum. Button hefur haft margar fagrar dömur upp á arminn gegnum tíðina, en hann býr í Mónakó og væsir ekki um hann. Hann er hálaunaður og hefur verið til margra ára og nýtur lífsins í skattaparadísinni. Reyndar þurfti Button að taka á sig launalækkun þegar Ross Brawn keypti Honda liðið á dögunum. Michibata er mjög vinsæl í Japan og hefur verið í fjölmörgum stórum auglýsingaherferðum þar í landi, auk þess sem hún skrifar gagnrýni á kvikmyndir. Hún er 24 ára og spáði fyrir fyrsta mót ársins að Button yrði heimsmeistari, en hann er með 16 stiga forskot í stigamótinu. Móðir Michibata er japönsk, en faðir hennar er spánsk-ítalskur. Michibata hefur mætt á mörg mót með Button og virðist vera að venjast athyglinni sem því fylgir. Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Það fór ekki framhjá neinum á Formúlu 1 mótinu í Mónakó um helgina að forysturmaður stigamótsins er ástfanginn. Jenson Button var með japanska stúlku upp á arminn, en Jessica Michibata er þekkt fyrirsæta í Japan. Hún hefur sérhæft sig í undirfatasýningum. Button hefur haft margar fagrar dömur upp á arminn gegnum tíðina, en hann býr í Mónakó og væsir ekki um hann. Hann er hálaunaður og hefur verið til margra ára og nýtur lífsins í skattaparadísinni. Reyndar þurfti Button að taka á sig launalækkun þegar Ross Brawn keypti Honda liðið á dögunum. Michibata er mjög vinsæl í Japan og hefur verið í fjölmörgum stórum auglýsingaherferðum þar í landi, auk þess sem hún skrifar gagnrýni á kvikmyndir. Hún er 24 ára og spáði fyrir fyrsta mót ársins að Button yrði heimsmeistari, en hann er með 16 stiga forskot í stigamótinu. Móðir Michibata er japönsk, en faðir hennar er spánsk-ítalskur. Michibata hefur mætt á mörg mót með Button og virðist vera að venjast athyglinni sem því fylgir.
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira