Formúla 1

Button nældi í undirfatadrottningu

Ástfanginn sigurvegarinn Button með kærustunni Michibata.
Ástfanginn sigurvegarinn Button með kærustunni Michibata. Mynd: Getty Images

Það fór ekki framhjá neinum á Formúlu 1 mótinu í Mónakó um helgina að forysturmaður stigamótsins er ástfanginn. Jenson Button var með japanska stúlku upp á arminn, en Jessica Michibata er þekkt fyrirsæta í Japan. Hún hefur sérhæft sig í undirfatasýningum.

Button hefur haft margar fagrar dömur upp á arminn gegnum tíðina, en hann býr í Mónakó og væsir ekki um hann. Hann er hálaunaður og hefur verið til margra ára og nýtur lífsins í skattaparadísinni. Reyndar þurfti Button að taka á sig launalækkun þegar Ross Brawn keypti Honda liðið á dögunum.

Michibata er mjög vinsæl í Japan og hefur verið í fjölmörgum stórum auglýsingaherferðum þar í landi, auk þess sem hún skrifar gagnrýni á kvikmyndir.

Hún er 24 ára og spáði fyrir fyrsta mót ársins að Button yrði heimsmeistari, en hann er með 16 stiga forskot í stigamótinu. Móðir Michibata er japönsk, en faðir hennar er spánsk-ítalskur. Michibata hefur mætt á mörg mót með Button og virðist vera að venjast athyglinni sem því fylgir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×