Betra að vera fangi en stúdent? Hildur Björnsdóttir skrifar 24. júlí 2009 07:45 Það var líkt og hendi væri veifað. Í einni svipan breyttist íslenskt efnahagsundur í efnahagssplundur og menn báðu Guð að blessa Ísland. Örvænting greip um sig meðal þjóðarinnar og látlaus vonbrigði brennimerktu íslensku þjóðarsálina. Stórasta land í heimi var nú krossfest, dáið, grafið. Kannski svolítið dramatískt, en alvarlegt var það - ástandið sem heltók nú fallega, hreina Ísland. Fjármálakreppan ógurlega hefur víða gert vart við sig. Ótal samfélagshópar berjast nú í bökkum og enginn vill komast í of náin kynni við niðurskurðarhníf stjórnvalda. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa stúdentar þó alltaf beðið úti í kuldanum, aldrei notið góðs af góðærinu og sitja nú sífellt undir hnífsblaði stjórnvalda. Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum LÍN mun tekjulaus námsmaður í leiguhúsnæði fá 100.600 kr. mánaðarlega næsta skólaár. Það er óhætt að fullyrða að enginn annar samfélagshópur býr við svo bág kjör en stjórnvöld hafa haldið námsmönnum undir fátækramörkum um árabil. Til nánari rökstuðnings á fáránleika fjárhæðarinnar reiknar Lánasjóðurinn með því að námsmaður geti brauðfætt sig á 584 kr. daglega. Því til samanburðar greiðir ríkið 1.300 kr. daglega í matarkostnað fyrir hvern afplánunarfanga. Það er rúmlega tvöföld sú upphæð sem námsmönnum reiknast og rúmlega margfalt fáránlegur raunveruleiki. Eiga afbrotamenn þjóðarinnar virkilega skilið betri lífskjör en námsmenn? Nú þegar þúsundir landsmanna standa frammi fyrir atvinnuleysi hvetja stjórnvöld fólk til að ganga menntaveginn. Stjórnvöldum gleymist þó ætíð sú staðreynd hve óhagstætt það er að vera námsmaður. Ráðamenn þjóðarinnar hafa í gegnum árin búið betur í haginn fyrir alla aðra samfélagshópa - öryrkja, atvinnulausa, fólk á félagsbótum - jafnvel verst settu hóparnir hafa það náðugra en námsmenn. Við biðjum ekki um mikið. Við biðjum um jafngóða máltíð og afplánunarfangar og afbrotamenn. Er það til of mikils mælst? Áður en stjórnvöld geta með góðri samvisku boðið menntun sem fýsilegan kost þarf að tryggja nokkrar grundvallarbreytingar. Grunnframfærsla námslána þarf að vera í samræmi við framfærslugrunn atvinnulausra, öryrkja og afplánunarfanga. Fyrirbyggja þarf að nám verði að forréttindum hinna ríku og efnameiri. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við námsmenn og tryggja þeim viðunandi lífsskilyrði svo einstaklingar sjái áfram hag sinn í því að sækja sér æðri menntun - því menntun er skynsamleg fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Halldór 15.3.2025 Halldór Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var líkt og hendi væri veifað. Í einni svipan breyttist íslenskt efnahagsundur í efnahagssplundur og menn báðu Guð að blessa Ísland. Örvænting greip um sig meðal þjóðarinnar og látlaus vonbrigði brennimerktu íslensku þjóðarsálina. Stórasta land í heimi var nú krossfest, dáið, grafið. Kannski svolítið dramatískt, en alvarlegt var það - ástandið sem heltók nú fallega, hreina Ísland. Fjármálakreppan ógurlega hefur víða gert vart við sig. Ótal samfélagshópar berjast nú í bökkum og enginn vill komast í of náin kynni við niðurskurðarhníf stjórnvalda. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa stúdentar þó alltaf beðið úti í kuldanum, aldrei notið góðs af góðærinu og sitja nú sífellt undir hnífsblaði stjórnvalda. Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum LÍN mun tekjulaus námsmaður í leiguhúsnæði fá 100.600 kr. mánaðarlega næsta skólaár. Það er óhætt að fullyrða að enginn annar samfélagshópur býr við svo bág kjör en stjórnvöld hafa haldið námsmönnum undir fátækramörkum um árabil. Til nánari rökstuðnings á fáránleika fjárhæðarinnar reiknar Lánasjóðurinn með því að námsmaður geti brauðfætt sig á 584 kr. daglega. Því til samanburðar greiðir ríkið 1.300 kr. daglega í matarkostnað fyrir hvern afplánunarfanga. Það er rúmlega tvöföld sú upphæð sem námsmönnum reiknast og rúmlega margfalt fáránlegur raunveruleiki. Eiga afbrotamenn þjóðarinnar virkilega skilið betri lífskjör en námsmenn? Nú þegar þúsundir landsmanna standa frammi fyrir atvinnuleysi hvetja stjórnvöld fólk til að ganga menntaveginn. Stjórnvöldum gleymist þó ætíð sú staðreynd hve óhagstætt það er að vera námsmaður. Ráðamenn þjóðarinnar hafa í gegnum árin búið betur í haginn fyrir alla aðra samfélagshópa - öryrkja, atvinnulausa, fólk á félagsbótum - jafnvel verst settu hóparnir hafa það náðugra en námsmenn. Við biðjum ekki um mikið. Við biðjum um jafngóða máltíð og afplánunarfangar og afbrotamenn. Er það til of mikils mælst? Áður en stjórnvöld geta með góðri samvisku boðið menntun sem fýsilegan kost þarf að tryggja nokkrar grundvallarbreytingar. Grunnframfærsla námslána þarf að vera í samræmi við framfærslugrunn atvinnulausra, öryrkja og afplánunarfanga. Fyrirbyggja þarf að nám verði að forréttindum hinna ríku og efnameiri. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við námsmenn og tryggja þeim viðunandi lífsskilyrði svo einstaklingar sjái áfram hag sinn í því að sækja sér æðri menntun - því menntun er skynsamleg fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun