Enski boltinn

Cudicini lenti í mótorhjólaslysi - heppinn að vera á lífi

Ómar Þorgeirsson skrifar
Carlo Cudicini.
Carlo Cudicini. Nordic photos/AFP

Markvörðurinn Carlo Cudicini hjá Tottenham lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi snemma í dag en lögreglan í Lundúnum segir að slysið hefði getað orðið lífshættulegt.

Cudicini keyrði þá á BMW mótorhjóli sínu inn í hlið á Ford Fiesta bifreið en slapp með meiðsli á hendi og mjöðm er fram kemur á opinberri heimasíðu Tottenham.

Ekki er vitað að svo stöddu hversu alvarleg meiðslin eru hvað varðar framtíð leikmannsins í fótboltanum en hann er nú í skoðun á sjúkrahúsi í austurhluta Lundúna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×