Viðskipti með hluti í Össur hf. í kauphöllinni í Kaupmannahöfn náðu tæpum 50 milljónum kr. í dag frá því að viðskiptin hófust s.l. föstudag.
Í frétt um málið á börsen.dk segir að hlutirnir hafi hækkað um 5,45% í viðskiptum dagsins og enduðu í 5,80 dönskum kr. eða rúmlega 139 kr. Gengið er nokkuð hærra en í kauphöllinni á Íslandi þar sem hluturinn stendur í 132,5 í augnablikinu.
Þessa fyrstu 2 daga sem Össur hf. hefur verið skráður í Kaupmannahöfn hafa 16 fjárfestar valið að festa kaup á hlutum í félaginu.