Fótbolti

Brasilía marði B-lið Englands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kaká og Jenas í baráttunni í kvöld.
Kaká og Jenas í baráttunni í kvöld.

Brasilía vann sigur á Englandi, 1-0, í vináttulandsleik sem fram fór í Doha í dag. Það var Nilmar sem skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks.

Brasilíumenn hefðu getað bætt öðru marki við á 56. mínútu er þeir fengu vítaspyrnu. Spyrna Luis Fabiano fór aftur á móti yfir markið.

Lið Englands var afar vængbrotið og vantaði í það menn eins og David Beckham, Frank Lampard, Steven Gerrard, Rio Ferdinand, John Terry, Ashley Cole og Glen Johnson.

Var því hálfgert B-lið hjá Englandi á vellinum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×