Á leið til Evrópu Árni Páll Árnason skrifar 4. febrúar 2009 00:01 Í nýrri verkefnaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna eru tekin mikilvæg skref í átt til aðildar að Evrópusambandinu. Breytingar verða gerðar á stjórnarskrá sem gera kleift að breyta stjórnarskránni með sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því er aflétt þeirri hindrun sem stjórnarskrá setur í veg aðildarferlisins að óbreyttu, þar sem þörf er á samþykki tveggja þinga með kosningum á milli til að stjórnarskrá verði breytt. Þegar þessar breytingar verða gengnar í gegn mun unnt að breyta stjórnarskránni til samræmis við aðild að Evrópusambandinu í sömu þjóðaratkvæðagreiðslu og fara mun fram um aðildarsamninginn sjálfan. Hér er því tryggt að af aðild geti orðið fljótlega á næsta kjörtímabili ef vilji ríkisstjórnar stendur til aðildar. Samfylkingin mun leggja höfuðáherslu á aðild að Evrópusambandinu í kosningabaráttu næstu mánaða, enda þar um að ræða brýnasta hagsmunamál íslensks almennings jafnt í bráð og lengd. Þessi niðurstaða í verkefnaskránni er sérstakt fagnaðarefni, enda leit að óbreyttu út fyrir að þessir vankantar á stjórnarskránni gætu tafið aðildarferlið út næsta kjörtímabil. Það er einnig vert að hafa í huga að VG er samkvæm sjálfum sér, enda hefur af hálfu forystumanna VG verið lögð höfuðáhersla á að þjóðin eigi að hafa lokaorð um það hvort af aðild að Evrópusambandinu verði og að ekki eigi að leggja ómálefnalegar hindranir eða vegartálma í þá leið. Sú málefnalega afstaða er hróss verð. Sjálfstæðisflokkurinn stendur eftir sem nátttröll í Evrópuumræðunni. Flokkurinn er ófær um stefnumörkun og líður fyrir innbyrðis ósætti milli þjóðrembumanna í heimastjórnararminum og hinnar víðsýnni en valdalitlu miðju í flokknum. Samfylkingin hefur reynt að reka þennan marghöfða þurs til verka í Evrópumálum á undanförnum mánuðum, en þar hefur lítið miðað. Íslensk fyrirtæki og heimili búa við óvissu og erfiðleika, sem verða erfiðari því lengur sem aðildarumsókn að Evrópusambandinu tefst. Það er þjóðarnauðsyn að ná víðtækri samstöðu um aðildarumsókn strax að loknum kosningum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri verkefnaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna eru tekin mikilvæg skref í átt til aðildar að Evrópusambandinu. Breytingar verða gerðar á stjórnarskrá sem gera kleift að breyta stjórnarskránni með sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því er aflétt þeirri hindrun sem stjórnarskrá setur í veg aðildarferlisins að óbreyttu, þar sem þörf er á samþykki tveggja þinga með kosningum á milli til að stjórnarskrá verði breytt. Þegar þessar breytingar verða gengnar í gegn mun unnt að breyta stjórnarskránni til samræmis við aðild að Evrópusambandinu í sömu þjóðaratkvæðagreiðslu og fara mun fram um aðildarsamninginn sjálfan. Hér er því tryggt að af aðild geti orðið fljótlega á næsta kjörtímabili ef vilji ríkisstjórnar stendur til aðildar. Samfylkingin mun leggja höfuðáherslu á aðild að Evrópusambandinu í kosningabaráttu næstu mánaða, enda þar um að ræða brýnasta hagsmunamál íslensks almennings jafnt í bráð og lengd. Þessi niðurstaða í verkefnaskránni er sérstakt fagnaðarefni, enda leit að óbreyttu út fyrir að þessir vankantar á stjórnarskránni gætu tafið aðildarferlið út næsta kjörtímabil. Það er einnig vert að hafa í huga að VG er samkvæm sjálfum sér, enda hefur af hálfu forystumanna VG verið lögð höfuðáhersla á að þjóðin eigi að hafa lokaorð um það hvort af aðild að Evrópusambandinu verði og að ekki eigi að leggja ómálefnalegar hindranir eða vegartálma í þá leið. Sú málefnalega afstaða er hróss verð. Sjálfstæðisflokkurinn stendur eftir sem nátttröll í Evrópuumræðunni. Flokkurinn er ófær um stefnumörkun og líður fyrir innbyrðis ósætti milli þjóðrembumanna í heimastjórnararminum og hinnar víðsýnni en valdalitlu miðju í flokknum. Samfylkingin hefur reynt að reka þennan marghöfða þurs til verka í Evrópumálum á undanförnum mánuðum, en þar hefur lítið miðað. Íslensk fyrirtæki og heimili búa við óvissu og erfiðleika, sem verða erfiðari því lengur sem aðildarumsókn að Evrópusambandinu tefst. Það er þjóðarnauðsyn að ná víðtækri samstöðu um aðildarumsókn strax að loknum kosningum. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar