Lífið

Ferskur Vilji: Nakin hreystimenni og vitsmunaleg umfjöllun

Forsíða Viljans
Forsíða Viljans
„Stefnan var að koma með eitthvað nýtt og ferskt, Viljinn er búinn að standa svolítið í stað undanfarin ár. Við erum búin að fá ótrúlega góð viðbrögð við blaðinu," segir Margrét Magnúsdóttir, ritstjóri elsta skólablaðs landsins, Verzlóblaðsins Viljans.

Fyrsta tölublað Viljans skólaárið 2009-2010 var gefið út nú á dögunum og kennir þar ýmissa grasa. Í blaðinu má meðal annars finna umfjöllun um Svínaflensuna, ritdeilur um samræmd próf, úttekt á helstu rokkhátíðum sem fram fóru í sumar, myndir úr miðstjórnarferðinni þar sem nokkur hreystimenni fækkuðu fötum að ógleymdu aðalsmerki Viljans; stórglæsilegum myndaþáttum.

Margrét segir vinnslu blaðsins hafa gengið eins og í sögu og nýja ritstjórn blaðsins sé afskaplega ánægð með afraksturinn: „Og við stefnum auðvitað á að gera næsta tölublað ennþá flottara," bætir Margrét kampakát við að lokum.

Hægt er að lesa vefútgáfu blaðsins hér.



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa Verzló fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.