Lífið

Whitney Houston í X Factor

Whitney Houston.
Whitney Houston.
Bandaríska söngkonan Whitney Houston kemur fram í bresku útgáfu X Factor þáttaraðarinnar síðar í október. Þetta verður í fyrsta sinn í 12 ár sem hún treður upp í Bretlandi.

Whitney reynir nú hvað hún getur til að bjarga tónlistarferli sínum en söngkonan greindi nýverið frá því að hún átti lengi við fíkniefnavandamál að stríða.

Söngkonan segist vera afar spennt að koma fram í X Factor því hún sé mikill aðdáandi Simon Cowell en hann er einn af dómurunum í þáttunum.

Fyrr í vikunni var tilkynnt að Robbie Williams og Shakira muni einnig koma fram í þáttunum í vetur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.