Viðskipti innlent

Fjárfestingarstefna lífeyrissjóðs verslunarmanna í lagi

Engin athugasemd er gerð við vinnubrögð Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) varðandi fjárfestingarstefnu, innri og ytri endurskoðun eða tryggingafræðilegt uppgjör hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá LV en reikningar sjóðsins eru endurskoðaðir af endurskoðunarfyrirtækinu Pricewaterhouse Coopers.

Ársfundur sjóðsins fer fram á Grand Hótel í dag. Stjórn VR vill að stjórnarmönnum sjóðsins verði skipt út og nýir skipaðir. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins sagði verið nýverið af sér.

„Niðurstaða endurskoðunarinnar hefur, án undantekninga, verið sú að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu sjóðsins í samræmi við lög og settar verklagsreglur," segir í tilkynningunni.

Vegna góðrar ávöxtunar undanfarin ár þarf ekki að skerða lífeyrisgreiðslur frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna þrátt fyrir neikvæða afkomu árið 2008 og varúðarafskrift skuldabréfa innlendra fyrirtækja, að fram kemur í tilkynningu sjóðsins. Meginhluti eigna sjóðsins sé bundinn í traustum eignum sem ætla megi að gefi góða ávöxtun þegar til lengri tíma sé litið.

Þá segir að árið 2008 hafi raunávöxtun LV verið mínus 24% en heildareignir sjóðsins hafi aukist verulega á árunum þar á undan. „Fyrir vikið var raunávöxtun sjóðsins 2,3% síðustu 5 árin og 4,1% sé litið til síðustu 12 ára eða frá árinu 1997 þegar heildarlöggjöf um lífeyrissjóði var samþykkt. Frá sama tíma hafa lífeyrisréttindi hjá LV verið hækkuð um 21,1% umfram verðlagsbreytingar."


Tengdar fréttir

Vonast eftir átakalausum ársfundi

Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR, vonar að ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sem fer fram á eftir verði átakalaus. Stjórn VR samþykkti tillögu þess efnis að gerð verði breyting á stjórn lífeyrissjóðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×