Sérkennilegt að Kolbrún sé leiðrétt af Vinstri grænum 23. apríl 2009 14:39 Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir sérkennilegt að Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra sé leiðrétt af samflokksmönnum sínum og talin svíkja grænar áherslur með því að lýsa yfir efasemdum og andstöðu við tilraunaboranir eftir olíu á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í bréfi sem Árni sendi Vinstrihreyfingunni grænu framboði í morgun. Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því afdráttarlaust yfir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Kolbrún sagði olíuvinnslu vera í andstöðu við hugmyndafræði Vinstri grænna um sjálfbæra þróun, sjálfbæra orkustefnu og sjálfbæra atvinnustefnu. Skömmu síðar barst yfirlýsing frá Vinstri grænum sem sagði að flokkurinn leggist ekki gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Árni segir Kolbrúnu hafa bent á að olía væri ekki eldsneyti framtíðarinnar þar sem olía losi við bruna gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda. Ný ríkisstjórn verður að setja sjálfbæra þróun í forgang, að mati Árna. Það sé vissulega ekki efst á forgangslista kjósenda um þessar mundir. „Og sumir stjórnmálaflokkar vilja rányrkja bæði náttúru lands og sjávar til að skapa fleiri störf tímabundið." Þá segir Árni að þrátt fyrir að umhverfismál hafi tæpast verið til umræðu í kosningabaráttunni bendi allt til að Vinstri grænir vinni stórsigur á kjördag. En um leið og umhverfismál beri á góma í kosningabaráttunni og umhverfisráðherra standi í lappirnar gefi forysta flokksins frá sér yfirlýsingu og segi að ummæli ráðherrans standist ekki, segir Árni. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. 22. apríl 2009 18:32 Vill skoða olíumálið í samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum „Sem umhverfisráðherra hlýt ég í afstöðu minni að taka mið af skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, sem byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar," segir Kolbrún Halldórsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðla kvölds vegna umfjöllunar um afstöðu hennar til olíuleitar á Drekasvæðinu. 22. apríl 2009 23:32 VG ekki á móti olíuleit á Drekasvæðinu „Vinstrihreyfingin - grænt framboð áréttar að flokkurinn hefur ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu," segir í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér fyrir stundu vegna fréttar á Stöð 2. Í tilkynningu segir að þingmenn 22. apríl 2009 19:51 Iðnaðarráðherra: Ekki ágreiningur um olíuvinnslu í stjórninni Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu. 23. apríl 2009 12:25 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir sérkennilegt að Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra sé leiðrétt af samflokksmönnum sínum og talin svíkja grænar áherslur með því að lýsa yfir efasemdum og andstöðu við tilraunaboranir eftir olíu á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í bréfi sem Árni sendi Vinstrihreyfingunni grænu framboði í morgun. Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því afdráttarlaust yfir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Kolbrún sagði olíuvinnslu vera í andstöðu við hugmyndafræði Vinstri grænna um sjálfbæra þróun, sjálfbæra orkustefnu og sjálfbæra atvinnustefnu. Skömmu síðar barst yfirlýsing frá Vinstri grænum sem sagði að flokkurinn leggist ekki gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Árni segir Kolbrúnu hafa bent á að olía væri ekki eldsneyti framtíðarinnar þar sem olía losi við bruna gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda. Ný ríkisstjórn verður að setja sjálfbæra þróun í forgang, að mati Árna. Það sé vissulega ekki efst á forgangslista kjósenda um þessar mundir. „Og sumir stjórnmálaflokkar vilja rányrkja bæði náttúru lands og sjávar til að skapa fleiri störf tímabundið." Þá segir Árni að þrátt fyrir að umhverfismál hafi tæpast verið til umræðu í kosningabaráttunni bendi allt til að Vinstri grænir vinni stórsigur á kjördag. En um leið og umhverfismál beri á góma í kosningabaráttunni og umhverfisráðherra standi í lappirnar gefi forysta flokksins frá sér yfirlýsingu og segi að ummæli ráðherrans standist ekki, segir Árni.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. 22. apríl 2009 18:32 Vill skoða olíumálið í samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum „Sem umhverfisráðherra hlýt ég í afstöðu minni að taka mið af skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, sem byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar," segir Kolbrún Halldórsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðla kvölds vegna umfjöllunar um afstöðu hennar til olíuleitar á Drekasvæðinu. 22. apríl 2009 23:32 VG ekki á móti olíuleit á Drekasvæðinu „Vinstrihreyfingin - grænt framboð áréttar að flokkurinn hefur ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu," segir í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér fyrir stundu vegna fréttar á Stöð 2. Í tilkynningu segir að þingmenn 22. apríl 2009 19:51 Iðnaðarráðherra: Ekki ágreiningur um olíuvinnslu í stjórninni Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu. 23. apríl 2009 12:25 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. 22. apríl 2009 18:32
Vill skoða olíumálið í samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum „Sem umhverfisráðherra hlýt ég í afstöðu minni að taka mið af skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, sem byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar," segir Kolbrún Halldórsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðla kvölds vegna umfjöllunar um afstöðu hennar til olíuleitar á Drekasvæðinu. 22. apríl 2009 23:32
VG ekki á móti olíuleit á Drekasvæðinu „Vinstrihreyfingin - grænt framboð áréttar að flokkurinn hefur ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu," segir í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér fyrir stundu vegna fréttar á Stöð 2. Í tilkynningu segir að þingmenn 22. apríl 2009 19:51
Iðnaðarráðherra: Ekki ágreiningur um olíuvinnslu í stjórninni Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu. 23. apríl 2009 12:25