Lífið

Ljósvakaljóð haldin í fjórða sinn

Björg Magnúsdóttir. Stuttmyndahátíðin Ljósvakaljóð er nú haldin í fjórða sinn.
fréttablaðið/stefán
Björg Magnúsdóttir. Stuttmyndahátíðin Ljósvakaljóð er nú haldin í fjórða sinn. fréttablaðið/stefán

Ljósvakaljóð, stuttmyndahátíð ungs fólks, verður haldin í fjórða skiptið fimmtudaginn 5. nóvember í Norræna húsinu. Keppt verður um bestu stuttmyndina, besta frumsamda handritið og í annað skiptið verður keppt um bestu „pitch“-hugmyndina en sú keppni sló í gegn í fyrra.

„Við höfum fengið vaxandi undirtektir. Við erum að prófa okkur áfram með þessa handritakeppni í ár og nú þegar eru handritin farin að streyma inn. Maður finnur að fólk er að bíða eftir tækifæri til að láta ljós sitt skína,“ segir Björg Magnúsdóttir skipuleggjandi.

Leitað er eftir verkum fólks á aldrinum 15 til 25 ára og rennur umsóknarfresturinn út á mánudaginn. Verðlaun fyrir bestu stuttmyndina eru 50 þúsund krónur og 15 þúsund fást fyrir besta stuttmyndahandritið.

Dómnefnd handritakeppninnar er skipuð Friðriki Þór Friðrikssyni, Yrsu Sigurðardóttur og Bergi Ebba Benediktssyni. Í dómnefnd fyrir stuttmynda- og pitch-keppnina sitja Ragnar Bragason, Silja Hauksdóttir og Ottó Geir Borg.

„Það var ótrúlega jákvætt viðmót sem mætti okkur og það er stórkostlegt að fá þessa flottu leikstjóra, handrits og rithöfunda til liðs við okkur,“ segir Björg. „Það gerir þetta veglegra og eftirsóknarverðara.“

Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á síðunni Ljosvakaljod.is. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.