Viðskipti erlent

Nektardansmeyjar eiga að næla í kúnna til verslunarhúss

Franska verslunarhúsið Printemps í París hefur gripið til þess ráðs að ráða fimm nektardansmeyjar frá hinum þekkta kabarett The Crazy Horse í borginni til að troða upp í verslunargluggum sínum. Ætlunin er að lokka fleiri kúnna inn í Printemps sem orðið hefur illa úti í kreppunni eins og svo margar aðrar verslanir.

Í frétt um málið á Reuters segir að uppátækið hafi vakið mikla athygli í borginni og að múgur og margmenni hafi safnast saman fyrir framan glugga vöruhússins þegar fréttir af stúlkunum þar bárust um borgina.

„Það er jú ekki á hverjum degi sem maður sér svona í götunni svo að ég ákvað að kíkja framhjá og skoða þetta," segir Parísarbúinn Celine í samtali við Reuters. Það fylgir ekki sögunni hvort Celine hafi eytt einhverjum peningum í innkaup í Printemps í framhaldinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×